Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?
  • Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa?

Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sú lofttegund sem leikur hér lykilhlutverk er koltvíoxíð (CO2). Meðal annarra gróðurhúsalofttegunda eru vatnsgufa, metan, tvínituroxíð (N2O), óson (O3) og ýmis halógen-kolefnissambönd sem framleidd eru í iðnaði.

Til þess að átta sig á verkan þessara efna og hvers vegna þau eru kennd við gróðurhús er mikilvægt að skoða hvernig geislar sólar hegða sér á jörðinni.

Þegar sólargeislar falla á lofthjúp jarðar endurkastast 26% þeirra strax aftur út í geiminn vegna frákasts frá skýjum og ýmsum ögnum í lofthjúpnum. Skýin og agnir í andrúmsloftinu gleypa svo í sig um 19% þeirra geisla sem berast frá sólu en afgangurinn, 55%, nær að yfirborði jarðar. Af þeim geislum er 4% varpað strax aftur út í geim. Hin 51% hafa margvísleg áhrif og valda meðal annars bráðnun jökla, uppgufun vatns og hitun yfirborðsins. Síðast en ekki síst nýtast þessir geislar til ljóstillífunar plantna.



Geislar sólar sem ná yfirborði jarðar eru ljós og önnur rafsegulgeislun með stuttri bylgjulengd. Orka þeirra vermir jörðina og sendir þá jörðin frá sér sem varmageislun með talsvert meiri bylgjulengd en upphaflega ljósið. Aðeins brot af síðarnefndu geislunum berst þó út fyrir lofthjúpinn; meirihluti þeirra er fangaður af sameindum í andrúmsloftinu sem við nefnum í daglegu tali gróðurhúsalofttegundir. Geislunin frá yfirborði jarðar hitar sameindir þessara efna í lofthjúpnum og þær endurkasta hitageislum í allar áttir. Allt að 90% þessara geisla berast aftur til jarðar, hita hana og kastast svo aftur út í loftið. Þannig gengur þetta fyrir sig aftur og aftur. Því má segja að lofttegundirnar virki eins og gróðurhús þar sem þær halda varmanum innan lofthjúpsins svipað og loft og gler í gróðurhúsi heldur varmanum inni þó að húsið sé ef til vill ekki hitað upp sérstaklega.



Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti hækkar hita lofthjúpsins þar sem fleiri agnir eru til þess að gleypa í sig geislana og endurkasta þeim. Þetta getur haft slæmar afleiðingar fyrir lífríki jarðar. Þó má ekki gleyma því að gróðurhúsaáhrif eru náttúrulegt fyrirbæri í lofthjúpi jarðar og ef þeirra nyti ekki við væri allt að 33 °C kaldara á jörðinni. Meðalhiti jarðar væri þá allt að -18 °C en ekki +15 °C eins og nú er. Því leika gróðurhúsalofttegundir lykilhlutverk í því hversu lífvænlegt er á jörðinni.

Aukning á nokkrum gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu síðan 1750:

Efni1750Í dagHlutfallsleg auking
Koltvíoxíð280 ppm360 ppm29%
Metan0,70 ppm1,70 ppm143%
Nituroxíð280 ppt310 ppt11%
Halógen-kolefnasambönd0 ppt900 ppt-
ÓsonÓþekktBreytilegt eftir hæð og breiddar- gráðumÓson hefur minnkað í efstu lögum andrúmsloftsins en aukist nær jörðu

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.12.2004

Spyrjandi

Ágúst Harðarson
Lilja Dís
Einir Björn Ragnarsson
Svenja Auhage
Birgir Stefánsson
Elín Ósk

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4686.

Jón Már Halldórsson. (2004, 29. desember). Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4686

Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4686>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?
  • Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa?

Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sú lofttegund sem leikur hér lykilhlutverk er koltvíoxíð (CO2). Meðal annarra gróðurhúsalofttegunda eru vatnsgufa, metan, tvínituroxíð (N2O), óson (O3) og ýmis halógen-kolefnissambönd sem framleidd eru í iðnaði.

Til þess að átta sig á verkan þessara efna og hvers vegna þau eru kennd við gróðurhús er mikilvægt að skoða hvernig geislar sólar hegða sér á jörðinni.

Þegar sólargeislar falla á lofthjúp jarðar endurkastast 26% þeirra strax aftur út í geiminn vegna frákasts frá skýjum og ýmsum ögnum í lofthjúpnum. Skýin og agnir í andrúmsloftinu gleypa svo í sig um 19% þeirra geisla sem berast frá sólu en afgangurinn, 55%, nær að yfirborði jarðar. Af þeim geislum er 4% varpað strax aftur út í geim. Hin 51% hafa margvísleg áhrif og valda meðal annars bráðnun jökla, uppgufun vatns og hitun yfirborðsins. Síðast en ekki síst nýtast þessir geislar til ljóstillífunar plantna.



Geislar sólar sem ná yfirborði jarðar eru ljós og önnur rafsegulgeislun með stuttri bylgjulengd. Orka þeirra vermir jörðina og sendir þá jörðin frá sér sem varmageislun með talsvert meiri bylgjulengd en upphaflega ljósið. Aðeins brot af síðarnefndu geislunum berst þó út fyrir lofthjúpinn; meirihluti þeirra er fangaður af sameindum í andrúmsloftinu sem við nefnum í daglegu tali gróðurhúsalofttegundir. Geislunin frá yfirborði jarðar hitar sameindir þessara efna í lofthjúpnum og þær endurkasta hitageislum í allar áttir. Allt að 90% þessara geisla berast aftur til jarðar, hita hana og kastast svo aftur út í loftið. Þannig gengur þetta fyrir sig aftur og aftur. Því má segja að lofttegundirnar virki eins og gróðurhús þar sem þær halda varmanum innan lofthjúpsins svipað og loft og gler í gróðurhúsi heldur varmanum inni þó að húsið sé ef til vill ekki hitað upp sérstaklega.



Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti hækkar hita lofthjúpsins þar sem fleiri agnir eru til þess að gleypa í sig geislana og endurkasta þeim. Þetta getur haft slæmar afleiðingar fyrir lífríki jarðar. Þó má ekki gleyma því að gróðurhúsaáhrif eru náttúrulegt fyrirbæri í lofthjúpi jarðar og ef þeirra nyti ekki við væri allt að 33 °C kaldara á jörðinni. Meðalhiti jarðar væri þá allt að -18 °C en ekki +15 °C eins og nú er. Því leika gróðurhúsalofttegundir lykilhlutverk í því hversu lífvænlegt er á jörðinni.

Aukning á nokkrum gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu síðan 1750:

Efni1750Í dagHlutfallsleg auking
Koltvíoxíð280 ppm360 ppm29%
Metan0,70 ppm1,70 ppm143%
Nituroxíð280 ppt310 ppt11%
Halógen-kolefnasambönd0 ppt900 ppt-
ÓsonÓþekktBreytilegt eftir hæð og breiddar- gráðumÓson hefur minnkað í efstu lögum andrúmsloftsins en aukist nær jörðu

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...