Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“.

Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) gerður Sáttmáli um verndun menningar- og náttúruminja heimsins. Hvatinn að því var ákall um að bjarga Abu Simbel (Egyptalandi), Feneyjum (Ítalíu), Moenjodaro (Pakistan) og Borobodur (Indónesíu).



Hof Ramsesar II í Abu Simbel í Egyptalandi.

Ef ekki hefði verið gert samstillt átak á alþjóðavettvangi hefðu þessar minjar glatast fyrir fullt og allt. Af þessu spratt hugmyndin um að öll ríki sem til þess væru reiðubúin deildu með sér ábyrgðinni á því að vernda helstu menningar- og náttúruminjar á jörðinni.

Samkomulagið grundvallast á þeirri forsendu að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi sem slíkir að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins.

Þjóðirnar eða aðildarríkin, sem standa að samningnum, hafa sameinast í því verkefni að bera kennsl á og varðveita merkilegustu náttúru- og menningarminjar í heiminum. Aðildarríkin, sem standa að samningnum, virða að fullu fullveldi þjóða og forðast að skerða eignarrétt manna sem kveðið er á um í löggjöf viðkomandi þjóðar en líta svo á að alþjóðasamfélaginu í heild beri skylda til að vernda heimsminjar. Íslendingar gerðust aðilar að samningnum í desember árið 1995. Samningurinn er einstakur að því leyti að í honum eru náttúruvernd og friðun menningarminja tengd saman í einu skjali.

Menningarleg sjálfsmynd er nátengd náttúrunni sem hún þróast í. Alveg eins og áhrifa frá náttúrulegu umhverfi gætir oft í skapandi verkum mannkynsins bera sumir stórfenglegustu staðirnir í náttúrunni ummerki mannlegra athafna í árþúsundir.



Þingvellir er annar af tveimur íslenskum stöðum sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Hinn staðurinn er Surtsey.

Til þess að fá samþykki á heimsminjaskrá þarf viðkomandi staður að vera einstakur í heiminum. Afmörkun hans þarf að vera skýr af hálfu viðkomandi ríkisstjórnar og full sátt þarf að ríkja um verndun, umsjón og rekstrarfyrirkomulag.

Staðir á heimsminjaskránni draga gjarnan að aukinn fjölda ferðamanna þannig að mikilvægi viðkomandi staða eykst í þjóðhagslegu tilliti. Heimsminjaskráin er talin vera afar öflugt tæki til minja- og náttúruverndar ekki síður en til uppbyggingar vandaðrar ferðaþjónustu í hverju landi.

Í ágúst 2010 eru 911 staðir á heimsminjaskránni í 151 landi og má sjá hvaða staðir það eru með því að fara inn á vef Heimsminjaskrárinnar. Tveir staðir á Íslandi eru á listanum, Þingvellir sem voru samþykkir sem heimsminjar árið 2004 og Surtsey sem hlaut samþykki inn á listann árið 2008.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Þetta svar er að langmestu leyti texti af heimasíðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum og birtur með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

27.8.2010

Spyrjandi

María Halldórsdóttir

Tilvísun

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. „Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52641.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. (2010, 27. ágúst). Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52641

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. „Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52641>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?
Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“.

Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) gerður Sáttmáli um verndun menningar- og náttúruminja heimsins. Hvatinn að því var ákall um að bjarga Abu Simbel (Egyptalandi), Feneyjum (Ítalíu), Moenjodaro (Pakistan) og Borobodur (Indónesíu).



Hof Ramsesar II í Abu Simbel í Egyptalandi.

Ef ekki hefði verið gert samstillt átak á alþjóðavettvangi hefðu þessar minjar glatast fyrir fullt og allt. Af þessu spratt hugmyndin um að öll ríki sem til þess væru reiðubúin deildu með sér ábyrgðinni á því að vernda helstu menningar- og náttúruminjar á jörðinni.

Samkomulagið grundvallast á þeirri forsendu að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi sem slíkir að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins.

Þjóðirnar eða aðildarríkin, sem standa að samningnum, hafa sameinast í því verkefni að bera kennsl á og varðveita merkilegustu náttúru- og menningarminjar í heiminum. Aðildarríkin, sem standa að samningnum, virða að fullu fullveldi þjóða og forðast að skerða eignarrétt manna sem kveðið er á um í löggjöf viðkomandi þjóðar en líta svo á að alþjóðasamfélaginu í heild beri skylda til að vernda heimsminjar. Íslendingar gerðust aðilar að samningnum í desember árið 1995. Samningurinn er einstakur að því leyti að í honum eru náttúruvernd og friðun menningarminja tengd saman í einu skjali.

Menningarleg sjálfsmynd er nátengd náttúrunni sem hún þróast í. Alveg eins og áhrifa frá náttúrulegu umhverfi gætir oft í skapandi verkum mannkynsins bera sumir stórfenglegustu staðirnir í náttúrunni ummerki mannlegra athafna í árþúsundir.



Þingvellir er annar af tveimur íslenskum stöðum sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Hinn staðurinn er Surtsey.

Til þess að fá samþykki á heimsminjaskrá þarf viðkomandi staður að vera einstakur í heiminum. Afmörkun hans þarf að vera skýr af hálfu viðkomandi ríkisstjórnar og full sátt þarf að ríkja um verndun, umsjón og rekstrarfyrirkomulag.

Staðir á heimsminjaskránni draga gjarnan að aukinn fjölda ferðamanna þannig að mikilvægi viðkomandi staða eykst í þjóðhagslegu tilliti. Heimsminjaskráin er talin vera afar öflugt tæki til minja- og náttúruverndar ekki síður en til uppbyggingar vandaðrar ferðaþjónustu í hverju landi.

Í ágúst 2010 eru 911 staðir á heimsminjaskránni í 151 landi og má sjá hvaða staðir það eru með því að fara inn á vef Heimsminjaskrárinnar. Tveir staðir á Íslandi eru á listanum, Þingvellir sem voru samþykkir sem heimsminjar árið 2004 og Surtsey sem hlaut samþykki inn á listann árið 2008.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Þetta svar er að langmestu leyti texti af heimasíðu Þjóðgarðsins á Þingvöllum og birtur með góðfúslegu leyfi....