Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hver voru sjö undur veraldar? eru þau samkvæmt hefð talin vera þessi:
  • Píramídarnir í Gíza
  • Hengigarðarnir í Babýlon
  • Seifsstyttan í Olympíu
  • Artemismusterið í Efesos
  • Grafhvelfingin í Halikarnassos
  • Kólossos á Ródos
  • Vitinn í Faros við Alexandríu
Hægt er að skoða staðsetningu þeirra á korti í svari við spurningunni Getið þið sýnt mér kort af sjö undrum veraldar?


Hugmynd listamanns um það hvernig umhorfs var í Babýlon til forna.

Um þessi undur er eftirfarandi að segja:
  • Píramídarnir í Gíza eru elsta furðuverkið og hið eina sem stendur að mestu ennþá.
  • Hengigarðarnir í Babýlon: Ekki er fullvíst hvort þeir voru til í þeirri mynd sem þeim er lýst í heimildum. Enginn af þeim sem skrifaði um þá hafði í raun og veru séð þá.
  • Seifsstyttan í Olympíu eyðilagðist í eldi árið 462 eftir Krist.
  • Artemismusterið í Efesos var fyrst eyðilagt 356 fyrir Krist en síðan byggt upp aftur meðal annars fyrir tilstuðlan Alexanders mikla. Það var eyðilagt aftur 262 eftir Krist, endurreist en loks lagt endanlega í rúst árið 401 eftir Krist.
  • Grafhvelfingin í Halikarnassos: Árið 1494 var hafist handa við að fjarlægja steina úr henni og þeir notaðir í byggingu kastala krossfara. Um 1522 var grafhvelfingin nær algjörlega eyðilögð.
  • Kólossos á Ródos féll í jarðskjálfta árið 226 fyrir Krist. Áætlanir voru uppi um endurreisn styttunnar og leitað var til véfréttar vegna þeirra. Hún lagðist gegn uppbyggingunni og styttan var þess vegna ekki endurbyggð.
  • Vitinn í Faros við Alexandríu eyðilagðist í nokkrum öflugum jarðskjálftum snemma á 14. öld. Árið 1480 var svo ákveðið að byggja virki þar sem vitinn hafði verið og til þess var meðal annars notað efni úr honum.

Endurgerð listamanns á grafhvelfingunni í Halikarnassos.

Önnur furðuverk hafa einnig verið nefnd. Sem dæmi um þau eru til að mynda þessi:Heimild: Seven Wonders of the Ancient World - Wikipedia, the free encyclopedia


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Lindaskóla

nemandi í Réttarholtsskóla

Útgáfudagur

7.11.2003

Spyrjandi

Auður Óskarsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir. „Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3845.

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir. (2003, 7. nóvember). Hvað kom fyrir sjö undur veraldar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3845

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir. „Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3845>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hver voru sjö undur veraldar? eru þau samkvæmt hefð talin vera þessi:

  • Píramídarnir í Gíza
  • Hengigarðarnir í Babýlon
  • Seifsstyttan í Olympíu
  • Artemismusterið í Efesos
  • Grafhvelfingin í Halikarnassos
  • Kólossos á Ródos
  • Vitinn í Faros við Alexandríu
Hægt er að skoða staðsetningu þeirra á korti í svari við spurningunni Getið þið sýnt mér kort af sjö undrum veraldar?


Hugmynd listamanns um það hvernig umhorfs var í Babýlon til forna.

Um þessi undur er eftirfarandi að segja:
  • Píramídarnir í Gíza eru elsta furðuverkið og hið eina sem stendur að mestu ennþá.
  • Hengigarðarnir í Babýlon: Ekki er fullvíst hvort þeir voru til í þeirri mynd sem þeim er lýst í heimildum. Enginn af þeim sem skrifaði um þá hafði í raun og veru séð þá.
  • Seifsstyttan í Olympíu eyðilagðist í eldi árið 462 eftir Krist.
  • Artemismusterið í Efesos var fyrst eyðilagt 356 fyrir Krist en síðan byggt upp aftur meðal annars fyrir tilstuðlan Alexanders mikla. Það var eyðilagt aftur 262 eftir Krist, endurreist en loks lagt endanlega í rúst árið 401 eftir Krist.
  • Grafhvelfingin í Halikarnassos: Árið 1494 var hafist handa við að fjarlægja steina úr henni og þeir notaðir í byggingu kastala krossfara. Um 1522 var grafhvelfingin nær algjörlega eyðilögð.
  • Kólossos á Ródos féll í jarðskjálfta árið 226 fyrir Krist. Áætlanir voru uppi um endurreisn styttunnar og leitað var til véfréttar vegna þeirra. Hún lagðist gegn uppbyggingunni og styttan var þess vegna ekki endurbyggð.
  • Vitinn í Faros við Alexandríu eyðilagðist í nokkrum öflugum jarðskjálftum snemma á 14. öld. Árið 1480 var svo ákveðið að byggja virki þar sem vitinn hafði verið og til þess var meðal annars notað efni úr honum.

Endurgerð listamanns á grafhvelfingunni í Halikarnassos.

Önnur furðuverk hafa einnig verið nefnd. Sem dæmi um þau eru til að mynda þessi:Heimild: Seven Wonders of the Ancient World - Wikipedia, the free encyclopedia


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....