- Píramídarnir í Gíza
- Hengigarðarnir í Babýlon
- Seifsstyttan í Olympíu
- Artemismusterið í Efesos
- Grafhvelfingin í Halikarnassos
- Kólossos á Ródos
- Vitinn í Faros við Alexandríu
- Píramídarnir í Gíza eru elsta furðuverkið og hið eina sem stendur að mestu ennþá.
- Hengigarðarnir í Babýlon: Ekki er fullvíst hvort þeir voru til í þeirri mynd sem þeim er lýst í heimildum. Enginn af þeim sem skrifaði um þá hafði í raun og veru séð þá.
- Seifsstyttan í Olympíu eyðilagðist í eldi árið 462 eftir Krist.
- Artemismusterið í Efesos var fyrst eyðilagt 356 fyrir Krist en síðan byggt upp aftur meðal annars fyrir tilstuðlan Alexanders mikla. Það var eyðilagt aftur 262 eftir Krist, endurreist en loks lagt endanlega í rúst árið 401 eftir Krist.
- Grafhvelfingin í Halikarnassos: Árið 1494 var hafist handa við að fjarlægja steina úr henni og þeir notaðir í byggingu kastala krossfara. Um 1522 var grafhvelfingin nær algjörlega eyðilögð.
- Kólossos á Ródos féll í jarðskjálfta árið 226 fyrir Krist. Áætlanir voru uppi um endurreisn styttunnar og leitað var til véfréttar vegna þeirra. Hún lagðist gegn uppbyggingunni og styttan var þess vegna ekki endurbyggð.
- Vitinn í Faros við Alexandríu eyðilagðist í nokkrum öflugum jarðskjálftum snemma á 14. öld. Árið 1480 var svo ákveðið að byggja virki þar sem vitinn hafði verið og til þess var meðal annars notað efni úr honum.
- Abu Simbel-hofið í Egyptalandi
- Angkor Wat í Kambódíu
- Borobudur-hofið í Indónesíu
- Kólosseum í Róm
- Kínamúrinn
- Inkaborgin Machu Picchu í Perú
- Skakki turninn í Písa
- Parþenon í Aþenu
- Steinborgin Petra í Jórdaníu
- Stonehenge á Englandi
- Taj Mahal á Indlandi
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.