Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma.


Kínamúrinn á fallegum degi.

Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr geimnum. Það væri villandi að segja að Kínamúrinn sé mörg þúsund ára gamall því hann hefur verið endurbyggður svo oft. Auk þess eru elstu hlutar hans ekki sjáanlegir lengur þó vissulega séu hlutar hans gamlir. Einnig væri hæpið að halda því fram að Kínamúrinn sé einn langur heilsteyptur veggur því að víða eru göt í honum. Honum er kannski betur lýst sem röð margra múra og varðturna með bilum á milli. Þá segja geimfarar að það sé rangt að Kínamúrinn sjáist með berum augum frá tunglinu.

Með þessa fyrirvara í huga er þó hægt að segja í aðalatriðum að múrinn sé 7 til 8 metra hár og víða um 4 til 8 metra breiður. Hann er gerður úr grjóti, tré, múrsteinum og mold. Ytri og innri veggir úr steini eru á múrnum og á milli þeirra er göngustígur. Með jöfnu millibili má sjá varðturna sem eru um það bil 24.000 talsins. Múrinn er alls um 7300 kílómetrar að lengd og talið eitt mesta mannvirki heims.

Kínverjarnir byrjuðu að reisa múra á 3. öld fyrir Krist til þess að vernda fólk og byggð. Áður en Kína var sameinað árið 221 fyrir Krist voru mörg furstadæmi í landinu og spennan á milli þeirra var mikil. Oft kom til átaka og því voru reistir múrar til varnar furstadæmunum. Þegar þau sameinuðust síðan undir stjórn Qin-ættarinnar voru múrarnir rifnir niður en þá eignaðist þjóðin nýja óvini í norðri. Móngólskar hirðingaþjóðir réðust inn í landið úr norðri og ákveðið var að byggja mikinn múr við þau landamæri. Múrinn var gerður úr mold og því enginn ummerki eftir hann sjáanleg í dag. En múrinn hindraði ekki Mongólana í því að ráðast inn í landið og tóku þeir við stjórnartaumunum í kringum 1206. Þeir kölluðust Yuan-ættin en var steypt af stóli árið 1368 og Ming-ættin tók við stjórnartaumunum.

Múrarnir sem enn standa voru að mestu leyti byggðir á 15. öld eftir Krist þegar Ming-ættin var við völd í landinu. Tilgangurinn var að verjast Mongólunum ef þeir skyldu ráðast aftur að landinu. Nú var notaður steinn í múrana og því standa þeir enn í dag. Þegar Qing-ættin komst til valda á 17. öld var mannvirkið orðið 2400 kílómetra langt. Síðan þá hefur múrinn verið endurbyggður, lagaður og styrktur oft og mörgum sinnum. Milljónir Kínverja hafa unnið við múrinn í aldanna rás.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Mynd:

Höfundar

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

29.5.2002

Spyrjandi

Jón Kristjánsson,
Þórður Guðmundsson,

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2438.

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. (2002, 29. maí). Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2438

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2438>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?
Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma.


Kínamúrinn á fallegum degi.

Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr geimnum. Það væri villandi að segja að Kínamúrinn sé mörg þúsund ára gamall því hann hefur verið endurbyggður svo oft. Auk þess eru elstu hlutar hans ekki sjáanlegir lengur þó vissulega séu hlutar hans gamlir. Einnig væri hæpið að halda því fram að Kínamúrinn sé einn langur heilsteyptur veggur því að víða eru göt í honum. Honum er kannski betur lýst sem röð margra múra og varðturna með bilum á milli. Þá segja geimfarar að það sé rangt að Kínamúrinn sjáist með berum augum frá tunglinu.

Með þessa fyrirvara í huga er þó hægt að segja í aðalatriðum að múrinn sé 7 til 8 metra hár og víða um 4 til 8 metra breiður. Hann er gerður úr grjóti, tré, múrsteinum og mold. Ytri og innri veggir úr steini eru á múrnum og á milli þeirra er göngustígur. Með jöfnu millibili má sjá varðturna sem eru um það bil 24.000 talsins. Múrinn er alls um 7300 kílómetrar að lengd og talið eitt mesta mannvirki heims.

Kínverjarnir byrjuðu að reisa múra á 3. öld fyrir Krist til þess að vernda fólk og byggð. Áður en Kína var sameinað árið 221 fyrir Krist voru mörg furstadæmi í landinu og spennan á milli þeirra var mikil. Oft kom til átaka og því voru reistir múrar til varnar furstadæmunum. Þegar þau sameinuðust síðan undir stjórn Qin-ættarinnar voru múrarnir rifnir niður en þá eignaðist þjóðin nýja óvini í norðri. Móngólskar hirðingaþjóðir réðust inn í landið úr norðri og ákveðið var að byggja mikinn múr við þau landamæri. Múrinn var gerður úr mold og því enginn ummerki eftir hann sjáanleg í dag. En múrinn hindraði ekki Mongólana í því að ráðast inn í landið og tóku þeir við stjórnartaumunum í kringum 1206. Þeir kölluðust Yuan-ættin en var steypt af stóli árið 1368 og Ming-ættin tók við stjórnartaumunum.

Múrarnir sem enn standa voru að mestu leyti byggðir á 15. öld eftir Krist þegar Ming-ættin var við völd í landinu. Tilgangurinn var að verjast Mongólunum ef þeir skyldu ráðast aftur að landinu. Nú var notaður steinn í múrana og því standa þeir enn í dag. Þegar Qing-ættin komst til valda á 17. öld var mannvirkið orðið 2400 kílómetra langt. Síðan þá hefur múrinn verið endurbyggður, lagaður og styrktur oft og mörgum sinnum. Milljónir Kínverja hafa unnið við múrinn í aldanna rás.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Mynd:...