Önnur ástæða gæti verið sú að fyrir tíma klósettpappírsins notuðu menn vinstri höndina á kamrinum og af augljósum ástæðum þótti þá ekki við hæfi að nota hana til að borða eða heilsa. Vel gæti verið að báðar þessar ástæður hafi haft áhrif á það af hverju menn heilsast að jafnaði með hægri hendi. Eins gæti verið að við séum að kafa of djúpt í málið og ástæðan sé einfaldlega sú að meirihluti mannkyns er rétthentur og þess vegna er eðlilegt að menn noti hægri höndina til að heilsa. Gaman er að segja frá því að skylmingarmenn heilsast með vinstri hendi eftir bardaga vegna þess að sverðið er í þeirri hægri. Þar óttast menn vart að verða stungnir af andstæðingum sínum þegar leik er lokið. Annars tíðkast handabönd ekki alls staðar í heiminum. Í Tyrklandi er mun algengara að karlmenn heilsist með því að kyssa hvor annan á kinnina tvisvar sinnum. Þeir sem vilja fræðast meira um handabönd og hvernig best sé að framkvæma þau geta lesið sér til á vefnum eHow.com. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið? eftir Ívar Daða Þorvaldsson
- Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum? eftir Árna Helgason
- Hvers vegna er það siður að "gabba" fólk fyrsta apríl? eftir Unnar Árnason
- Wikipedia.com - Handshake
- California State University, Northridge - The Handshake Survives
- Interesting Thing of the Day - The Handshake
- Cornell University - Dear Uncle Ezra
- Wikipedia.com - Hera og Aþena heilsast. Sótt 18.6.2010.