Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 822 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?

Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er seiðskratti?

Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?

Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er sagt um efnafólk að það sé loðið um lófana?

Uppruni þessa orðtaks er ókunnur en hugsanlega liggur að baki einhver saga sem nú er glötuð. Merkingin er ‘að vera vel efnaður’ og eru elstu dæmin í Orðabókar Háskólans um að vera loðinn um lófana frá því um og upp úr miðri 19. öld. Hugmyndin um auðæfi og loðna lófa er þó eldri. Það sést meðal annars af málshætti...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?

Hin svokallaða Jörfagleði var vikivakadansleikur sem haldinn var árlega á jólum í Haukadal í Dalasýslu seint á 17. öld og snemma á 18. öld. (Um vikivakadansleiki þar sem fólk söng og dansaði og skemmti sér við ýmiss konar dulbúningsleiki eins og hestleik, Háa-Þóruleik og Þingálpnsleik sjá Jón Samsonarson, Kvæði og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...

category-iconVeðurfræði

Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi?

Munur á veðri eftir landshlutum ræðst að miklu leyti af fjöllum og hálendi Íslands, en afstaða lands og sjávar, hnattstöðumunur og fleira hefur einnig áhrif. Vindátt og stöðugleiki loftsins ráða mestu um úrkomu- og skýjamyndun. Úrkoman er að jafnaði mest í þeim landshluta sem er áveðurs hverju sinni, það er að...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru: Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið forseti?

Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?

Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í tös...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?

Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Foss á Vestfjörðum er bæði kallaður Dynjandi og Fjallfoss. Hvort nafnið er réttara og af hverju?

Fossinn heitir Dynjandi og dregur nafn af hljóði sínu. Nöfn á fossum og ám eru oft mynduð með –andi, samanber Rjúkandi, Mígandi. Nafnið Fjallfoss á fossinum er rangnefni, en sagt er um bæinn Dynjanda í sóknarlýsingu Rafnseyrarkirkjusóknar 1839 eftir sr. Sigurð Jónsson, að hann taki „nafn af stórum fjallfossi á...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu? Lögun fjallsins er allt öðruvísi en á hefðbundnu móbergsfjalli. Hestfjall lætur ekki mikið yfir sér, þar sem það liggur framlágt nokkru austan við Selfoss. Jarðfræði þess var nokkuð könnuð upp úr miðri síðustu öld, meðal...

Fleiri niðurstöður