Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu gamalt er orðið forseti?

Gunnlaugur Ingólfsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir:
Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á braut. Sá er dómstaðr beztr með goðum ok mönnum.
Uppruni nafnsins Forseti er að vísu óljós en samnafnið er venjulega skýrt ‘sá sem stýrir þingi eða ráðstefnu, situr í forsæti.’

Litlum sögum fer af þessu orði í íslensku máli fyrr en komið er fram á 18. öld að það er notað sem samnafn og er þá í fyrstu haft um þann sem stjórnar samkomu, mannfundi. Síðar er orðið svo notað um formann félags, til dæmis segir í samþykktum Lærdómslistafélagsins frá 1787 að sérhver félagi kunni að verða kosinn forseti.

Jón Sigurðsson var forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins og hlaut af því viðurnefnið forseti.

Um 1800 er orðið haft um formann dóms eða réttar, þings og stjórnarráðs sem þýðing á orðunum præses og præsident. Þá má geta þess að æðsti embættismaður, formaður eða forstöðumaður Hins íslenska bókmenntafélags (stofnað 1816) hefur verið nefndur forseti frá upphafi þess félags og þegar á fyrstu áratugum 19. aldar er farið að nota orðið forseti um æðsta embættismann ríkis eða þjóðhöfðingja.

Æðsti maður Alþingis hefur verið nefndur forseti frá endurreisn þess 1843 (fyrst háð 1845). Þegar sambandið við Dani rofnaði í síðari heimsstyrjöldinni var skipaður hér ríkisstjóri sem æðsti maður ríkisins. Þegar lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 kaus Alþingi þjóðhöfðingja og nefndist hann forseti og hefur svo verið síðan.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989: Orðabók Háskólans.
  • Baldur Jónsson. Forseti. Starfsheitið og upphaf þess. Yrkja. Afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl 1990. Bls. 17–25.
  • Edda Snorra Sturlusonar. Nafnaþulur og skáldatal. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Akureyri 1954: Íslendingasagnaútgáfan.
  • Gunnlaugur Ingólfsson. ‘Lítil samantekt um orðið forseti.’ Flutt við lýsingu Ríkisútvarpsins á embættistöku Vigdísar Finnbogadóttur 1. ágúst 1980.

Mynd:
  • Mynd: Alþingi. Málverk eftir August Schiøtt (1823 - 1895). (Sótt 29. 11. 2013.)

Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

rannsóknardósent á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

16.1.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hversu gamalt er orðið forseti?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2014, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66239.

Gunnlaugur Ingólfsson. (2014, 16. janúar). Hversu gamalt er orðið forseti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66239

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hversu gamalt er orðið forseti?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2014. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu gamalt er orðið forseti?
Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir:

Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á braut. Sá er dómstaðr beztr með goðum ok mönnum.
Uppruni nafnsins Forseti er að vísu óljós en samnafnið er venjulega skýrt ‘sá sem stýrir þingi eða ráðstefnu, situr í forsæti.’

Litlum sögum fer af þessu orði í íslensku máli fyrr en komið er fram á 18. öld að það er notað sem samnafn og er þá í fyrstu haft um þann sem stjórnar samkomu, mannfundi. Síðar er orðið svo notað um formann félags, til dæmis segir í samþykktum Lærdómslistafélagsins frá 1787 að sérhver félagi kunni að verða kosinn forseti.

Jón Sigurðsson var forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins og hlaut af því viðurnefnið forseti.

Um 1800 er orðið haft um formann dóms eða réttar, þings og stjórnarráðs sem þýðing á orðunum præses og præsident. Þá má geta þess að æðsti embættismaður, formaður eða forstöðumaður Hins íslenska bókmenntafélags (stofnað 1816) hefur verið nefndur forseti frá upphafi þess félags og þegar á fyrstu áratugum 19. aldar er farið að nota orðið forseti um æðsta embættismann ríkis eða þjóðhöfðingja.

Æðsti maður Alþingis hefur verið nefndur forseti frá endurreisn þess 1843 (fyrst háð 1845). Þegar sambandið við Dani rofnaði í síðari heimsstyrjöldinni var skipaður hér ríkisstjóri sem æðsti maður ríkisins. Þegar lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 kaus Alþingi þjóðhöfðingja og nefndist hann forseti og hefur svo verið síðan.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989: Orðabók Háskólans.
  • Baldur Jónsson. Forseti. Starfsheitið og upphaf þess. Yrkja. Afmælisrit til Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl 1990. Bls. 17–25.
  • Edda Snorra Sturlusonar. Nafnaþulur og skáldatal. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Akureyri 1954: Íslendingasagnaútgáfan.
  • Gunnlaugur Ingólfsson. ‘Lítil samantekt um orðið forseti.’ Flutt við lýsingu Ríkisútvarpsins á embættistöku Vigdísar Finnbogadóttur 1. ágúst 1980.

Mynd:
  • Mynd: Alþingi. Málverk eftir August Schiøtt (1823 - 1895). (Sótt 29. 11. 2013.)

Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...