Við síðustu Jörfagleðina, sem haldin var, er sagt, að komið hafi undir nítján börn. Fylgdi það sögunni, að ekki hefði alls staðar verið hægt um vik að feðra þessa anga. Séra Einar Jónsson að Kirkjubæ hefur það eftir Jóni Sigurðssyni í Njarðvík, að þau hafi ekki verið 19, heldur 30, og sýnir þetta, hve jólagleðin á Jörfa hefur verið alræmd.En gleðin virtist einnig hafa haft kraft af öðrum toga. Bann Björns Jónssonar við Jörfagleði árið 1695 (vegna sögusagna um siðleysi) var árangurslaust, utan að hann dó sjálfur sama ár. Eins og Hjörtur Pálsson skrifar: „Hafði ... efnum hans hnignað mjög síðan hann dæmdi af gleðina“. Jóni Magnússyni sýslumanni í Dalasýslu varð meira ágengt snemma á 18.öld þegar skemmtunin var bönnuð fyrir fullt og allt. Skömmu eftir þetta missti Jón embættið og slapp naumlega við að vera hýddur og tekinn af lífi fyrir ýmiss konar lögbrot. Hann dó seinna í sárri fátækt. Óheppni Jóns var af mörgum talin bera vott um „reiði álfa og landvætta sem áttu að hafa tekið þátt í gleðinni.“ Hér stóð huldufólk með vinnumönnum á móti yfirstéttinni.
Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?
Útgáfudagur
21.9.2000
Spyrjandi
Jóhann V Jóhannsson
Tilvísun
Terry Gunnell. „Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?“ Vísindavefurinn, 21. september 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=929.
Terry Gunnell. (2000, 21. september). Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=929
Terry Gunnell. „Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=929>.