Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 925 svör fundust
Hver voru vinsælustu svör ársins 2016 á Vísindavefnum?
Vísindavefur HÍ birti 336 svör árið 2016. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Heildarfjöldi birtra svara á Vísindavefnum var 11.415 í árslok 2016. Það er rétt að taka fram að oft munar ekki ...
Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?
Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...
Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin?
Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá straumgjafa eða spennugjafa gegnum vatn. Þetta má gera með þeim hætti sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, þar sem rafleiðslur eru tengdar frá skautum rafhlöðu eða rafhlaða í rafskaut í vatni. Þá leiðir rafstraumur frá skautunum í gegnum vatnið. Afleiðing þessa er sú a...
Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?
Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna: Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lö...
Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað? Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í gr...
Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?
Lífmassi rykmýs og bitmýs er breytilegur í Mývatni og Laxá. Þéttleiki rykmýs í Mývatni getur orðið allt að 100.000 einstaklingar á fermetra, eða yfir eitt kílógramm votvigt á fermetra (um það bil 200 g þurrvigt á fermetra). Mývatn er 39 ferkílómetrar á stærð eða 39 milljón fermetrar. Alls gætu því verið 39 x 1...
Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?
Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...
Hvað er manndómsvígsla?
Í mörgum samfélögum eru það talin mikil tímamót þegar unglingur er tekinn í tölu fullorðinna. Þá verður hann fullgildur meðlimur viðkomandi samfélags. Slíkt er gert á táknrænan hátt í athöfn sem meðal annars er kölluð manndómsvígsla (e. initiation rite). Manndómsvígslur eiga sér oftast stað þegar unglingurinn kems...
Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?
Í heild hjóðaði spurningin svona:Hver er uppruni nafnsins Líneik? Og þá orðsins líneik? Ég veit af meiningunni kona/ung kona og þekki m.a. ljóðið úr Víglundar sögu þar sem ’Langúðig strauk löðri Iíneik um skör mína’ kemur fram. Ég er mjög áhugasöm um hvaðan það er og hvenær það kemur fram, í hvaða samhengi það var...
Eru fæðubótarefni eins og prótínduft, kreatín og glútamín gagnslaus og peningasóun?
Aðrir spyrjendur eru: Einar Hauksson, Þórunn Heimisdóttir f. 1990, Steinar K. f. 1992, Guðrún Þóroddsdóttir og Andri Ásgrímsson f. 1988. Ágætt er að gera nokkurn greinarmun á prótíndufti og öðrum svokölluðum fæðubótarefnum, en prótínduft er í raun bara hreint prótín. Fullorðin manneskja þarf að jafnaði 0,8 g af...
Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir? Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. ...
Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?
Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...
Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?
Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...
Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...
Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?
Allar hreyfingar líkamans krefjast orku. Það að tyggja tyggjó er engin undantekning. Nýlega birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine grein sem fjallar um orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Þar kemur fram að þessi notkun sé um 11 he/klst (hitaeiningar á klukkustund). Ef fólk tyggði allan liðlang...