Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?

Bryndís Eva Birgisdóttir

Allar hreyfingar líkamans krefjast orku. Það að tyggja tyggjó er engin undantekning.

Nýlega birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine grein sem fjallar um orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Þar kemur fram að þessi notkun sé um 11 he/klst (hitaeiningar á klukkustund). Ef fólk tyggði allan liðlangan daginn myndi það samsvara 5 kg þyngdartapi á ári.

Þó er ekki nóg að skoða bara orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Tyggigúmmí inniheldur orku og ekki er teljanlegur munur á orkuinnihaldi í sykruðu tyggjó og sykurlausu (sætuefnin sem notuð eru innihalda í flestum tilfellum einhverja orku). Í rannsókninni sem vitnað var í hér á undan var fólk látið tyggja 8,5 g af tyggigúmmí á dag og orkuinnihald í þessum 8,5 g var samtals 24 he. Það tók því tvo tíma bara að nota þær hitaeiningar sem í tyggjóinu voru, áður en orkunotkunin fór að verða meiri en orkuinntakan. Það þarf því að tyggja vel og lengi sama tyggjóið! Það að tyggja tyggjó getur nú varla talist góð og holl hreyfing; að minnsta kosti eru til margar virkari leiðir til að auka brennsluna.

Höfundur

doktor í næringarfræði

Útgáfudagur

29.2.2000

Spyrjandi

Guðni Þorsteinn Guðjónsson, f. 1988

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=167.

Bryndís Eva Birgisdóttir. (2000, 29. febrúar). Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=167

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=167>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?
Allar hreyfingar líkamans krefjast orku. Það að tyggja tyggjó er engin undantekning.

Nýlega birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine grein sem fjallar um orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Þar kemur fram að þessi notkun sé um 11 he/klst (hitaeiningar á klukkustund). Ef fólk tyggði allan liðlangan daginn myndi það samsvara 5 kg þyngdartapi á ári.

Þó er ekki nóg að skoða bara orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Tyggigúmmí inniheldur orku og ekki er teljanlegur munur á orkuinnihaldi í sykruðu tyggjó og sykurlausu (sætuefnin sem notuð eru innihalda í flestum tilfellum einhverja orku). Í rannsókninni sem vitnað var í hér á undan var fólk látið tyggja 8,5 g af tyggigúmmí á dag og orkuinnihald í þessum 8,5 g var samtals 24 he. Það tók því tvo tíma bara að nota þær hitaeiningar sem í tyggjóinu voru, áður en orkunotkunin fór að verða meiri en orkuinntakan. Það þarf því að tyggja vel og lengi sama tyggjóið! Það að tyggja tyggjó getur nú varla talist góð og holl hreyfing; að minnsta kosti eru til margar virkari leiðir til að auka brennsluna....