Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir?Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. Efni í gasham liggja nefnilega ekki þæg og góð á voginni og því þarf að „beita brögðum“ til að vigta þau. Það er til dæmis hægt að fylla poka eða blöðrur með viðkomandi lofttegund og leggja á vogina að því tilskyldu að lofttegundin sé eðlisþyngri en andrúmsloftið, annars er möguleiki á að blaðran/pokinn svífi burt eða lyftist aðeins frá voginni og virðist því léttari en hún er í raun og veru.
- Helium - Wikipedia. (Sótt 17.08.2022).
- Density of air - Wikipedia. (Sótt 17.08.2022).
- Helium: How do you weigh a balloon?. (Sótt 17.08.2022).
- Free Family Fun Days - coming soon! - RCS. (Sótt 17.08.2022).