Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?

Emelía Eiríksdóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir?

Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. Efni í gasham liggja nefnilega ekki þæg og góð á voginni og því þarf að „beita brögðum“ til að vigta þau. Það er til dæmis hægt að fylla poka eða blöðrur með viðkomandi lofttegund og leggja á vogina að því tilskyldu að lofttegundin sé eðlisþyngri en andrúmsloftið, annars er möguleiki á að blaðran/pokinn svífi burt eða lyftist aðeins frá voginni og virðist því léttari en hún er í raun og veru.

Efni í gasham liggja ekki þæg og góð á voginni og því þarf að „beita brögðum“ til að vigta þau. Sum eru léttari en andrúmsloftið, eins og til dæmis helín.

Eðlismassi andrúmsloftsins er 1,204 g/l á meðan eðlismassi helíns er 0,1786 g/l (við eina loftþyngd og 20°C). Helín er því mun eðlisléttara en andrúmsloftið og þar af leiðandi dugar fyrrgreind aðferð ekki til að vigta það því blaðra með helíni mun svífa burt. Hins vegar væri hægt að setja stálkút með helíni í (lofttegundir eru vanalega geymdar í stálkútum undir miklum þrýstingi) á vog og setja helín í blöðru þar til vogin sýnir að stálkúturinn hefur lést um eitt kíló.

Önnur leið væri að nota eðlismassa helíns til að reikna út hversu mikið rúmmál eitt kíló af helíni tekur og fylla blöðru með því rúmmáli. Rúmmálið er hægt að reikna með eftirfarandi jöfnu:

$$V = \frac{m}{\rho} = \frac{1000\ g}{0,1786\ g/l} = 5.599\ l$$

Til að fá eitt kíló af helíni þyrftum við að setja 5.599 lítra af helíni í blöðru. Þessi blaðra væri í stærra lagi þar sem þvermál hennar myndi spanna 2,2 metra.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.8.2022

Síðast uppfært

29.8.2022

Spyrjandi

Hrafnhildur Emma Björnsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2022, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79912.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 26. ágúst). Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79912

Emelía Eiríksdóttir. „Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2022. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79912>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir?

Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. Efni í gasham liggja nefnilega ekki þæg og góð á voginni og því þarf að „beita brögðum“ til að vigta þau. Það er til dæmis hægt að fylla poka eða blöðrur með viðkomandi lofttegund og leggja á vogina að því tilskyldu að lofttegundin sé eðlisþyngri en andrúmsloftið, annars er möguleiki á að blaðran/pokinn svífi burt eða lyftist aðeins frá voginni og virðist því léttari en hún er í raun og veru.

Efni í gasham liggja ekki þæg og góð á voginni og því þarf að „beita brögðum“ til að vigta þau. Sum eru léttari en andrúmsloftið, eins og til dæmis helín.

Eðlismassi andrúmsloftsins er 1,204 g/l á meðan eðlismassi helíns er 0,1786 g/l (við eina loftþyngd og 20°C). Helín er því mun eðlisléttara en andrúmsloftið og þar af leiðandi dugar fyrrgreind aðferð ekki til að vigta það því blaðra með helíni mun svífa burt. Hins vegar væri hægt að setja stálkút með helíni í (lofttegundir eru vanalega geymdar í stálkútum undir miklum þrýstingi) á vog og setja helín í blöðru þar til vogin sýnir að stálkúturinn hefur lést um eitt kíló.

Önnur leið væri að nota eðlismassa helíns til að reikna út hversu mikið rúmmál eitt kíló af helíni tekur og fylla blöðru með því rúmmáli. Rúmmálið er hægt að reikna með eftirfarandi jöfnu:

$$V = \frac{m}{\rho} = \frac{1000\ g}{0,1786\ g/l} = 5.599\ l$$

Til að fá eitt kíló af helíni þyrftum við að setja 5.599 lítra af helíni í blöðru. Þessi blaðra væri í stærra lagi þar sem þvermál hennar myndi spanna 2,2 metra.

Heimildir:

Mynd:

...