Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1409 svör fundust
Hvað heitir fiskurinn Sander lucioperca á íslensku?
Íslenska heitið á tegundinni Sander lucioperca er vatnaviðnir eða gedduborri. Þetta er ferskvatnsfiskur sem lifir villtur í ám og vötnum í Evrópu og vestanverði Asíu allt austur til Aralvatns. Hann finnst í vötnum og stórum og straumlitlum ám svo sem í Elbe í Póllandi og Dóná. Gedduborinn lifir einnig í Kaspía...
Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?
Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið m...
Hvað éta hrossagaukar?
Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan...
Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?
Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...
Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?
Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu si...
Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?
Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...
Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?
Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Ana...
Hver fann upp húðflúr?
Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp h...
Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?
Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg. Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hau...
Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur. Kóngasvarmi (Agrius convo...
Hver fann upp regnhlífina?
Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...
Hvað er sósíaldemókrati?
Sósíaldemókrati kallast sá sem aðhyllist sósíaldemokratisma eða jafnaðarstefnu eins og stefnan kallast á íslensku. Jafnaðarstefnan byggðist upphaflega á kenningum Karl Marx en síðar var lögð áhersla á bætt launakjör auk félagslegra og efnahagslega umbóta "innan ramma hins kapítalíska þjóðfélags í anda umbótaste...
Hvar vex lambagras?
Lambagras (Silene acaulis) vex um allt Ísland, bæði á hálendi og láglendi. Kjörlendi þess eru melar, valllendi og klettar. Lambagras er afar harðger jurt og er meðal einkennisjurta íslenskrar flóru. Lambagras (Silene acaulis) Lambagras vex víða á norðurhveli jarðar. Í Norður-Ameríku vex það í nyrstu héruðum Ban...
Hvert er flatarmál Afríku?
Afríka er önnur stærsta heimsálfan, um 30.365.000 km2 að flatarmáli eða rúmlega fimmtungur af þurrlendi jarðar. Aðeins Asía er stærri. Frá norðri til suðurs spannar Afríka um 8.000 km en mesta vegalengd frá austri til vesturs er um 7.400 km. Strandlína Afríku er um 30.500 km löng eða 7.500 km styttri en strand...
Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?
Varsjárbandalagið (e. Warsaw Pact) var stofnað af átta löndum í Austur-Evrópu 14. maí árið 1955. Stofnaðilar voru Búlgaría, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Albanía, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Sovétríkin. Tilgangurinn með stofnuninni var að mynda hernaðarbandalag ríkja í Austur-Evrópu til móts við Atlantsha...