Lambagras vex víða á norðurhveli jarðar. Í Norður-Ameríku vex það í nyrstu héruðum Bandaríkjanna, í Kanada og á Grænlandi. Einnig vex það á Svalbarða, í norðanverðri Evrópu og á helstu fjallasvæðum Evrópu svo sem í Ölpunum, Pýreneafjöllum og Karpatafjöllum. Hins vegar nær útbreiðsla lambagrass ekki alla leið umhverfis norðurpól því plantan finnst ekki í Síberíu.
- Hörður Kristinsson. Plöntuhandbókin. Örn og Örlygur, Reykjavík. 1986.
- Mike Tyler Jr. - Wildflowers of Glacier National Park, Montana.
- Naturhistoriska riksmuseet.