Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 280 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?

Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?

Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...

category-iconLandafræði

Hver eru höfin sjö?

Spurningin í fullri lengd var: Við hvaða höf er átt þegar talað er um höfin sjö? Talað hefur verið um höfin sjö í þúsundir ára en sagt er að rekja megi hugmyndina eða orðatiltækið að minnsta kosti til Súmera um 2300 f.Kr. Merkingin sem lögð er í orðatiltækið höfin sjö er ekki alltaf hin sama og hún móta...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?

Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?

Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?

Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag. Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna hefur skúmur tvö latnesk heiti (Catharacta skua og Stercorarius skua) í íslenskum fuglabókum?

Skúmur á flugi. Það er algengt í flokkunarfræði dýralíffræðinnar að fræðimenn endurskoði fræðiheiti tegunda og þá oftast þannig að þær eru fluttar á milli ættkvísla eftir því sem þekkingu á innbyrðisskyldleika tegunda innan viðkomandi ættar fleygir fram. Menn hafa mjög deilt um skyldleika milli tegunda inna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir hvítir fálkar?

Fálki eða valur (Falco rusticolus) finnst á túndrusvæðum allt í kringum norðurskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á landi Falco rusticolus islandicus. Á Grænlandi verpir deilitegundin Falco rusticolus candicans sem er hvít á lit og kallast ýmist grænlandsfálki, snæfá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)? Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) e...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta líffræðingar greint DNA úr hvaða sýni sem er, til dæmis úr gömlum bút af naflastreng?

Á síðustu árum hafa rannsóknir á DNA gjörbreytt þekkingu okkar á líffræði, jafnt á starfsemi lífvera sem sögu lífs á jörðinni, skyldleika tegunda og dreifingu þeirra. Með notkun sameindaaðferða (PCR e. polymerase chain reaction) má fjölfalda búta úr erfðaefni úr ýmsum vefjum svo að aðeins lítið magn af DNA getur d...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?

Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?

Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta hestar orðið þunglyndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

Fleiri niðurstöður