Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað sögu pólitískra hugtaka á borð við fullveldi og borgararétt, og fjallað um tengsl minnis og sögu.

Í doktorsritgerð sinni Old Provinces, Modern Nations: Political Responses to State-Integration in Late Nineteenth and Early Twentieth-Century Iceland and Brittany, bar Guðmundur saman viðbrögð í tveimur evrópskum samfélögum, á Íslandi og á Bretagne-skaga í Frakklandi, við myndun nútímaríkja. Þar var reynt að svara spurningunni hvers vegna á fyrra svæðinu myndaðist sterk andstaða við tilraunir stjórnvalda til að mynda þjóðríki úr ríki sem áður hafði verið samsett konungsríki á meðan hið síðara var innlimað, án teljandi vandræða, inn í franska lýðveldið. Frá lokum doktorsnámsins hefur Guðmundur skrifað um áhrif þjóðernisstefnu á evrópsk samfélög, og þá einkum hið íslenska, út frá þeirri hugmynd að þjóðerni sé pólitískt og menningarlegt fyrirbæri en ekki eðlislægur þáttur í vitund manna.

Rannsóknir Guðmundar hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins.

Guðmundur hefur verið virkur bæði í innlendu og alþjóðlegu rannsóknasamstarfi. Þar má nefna að hann var annar stjórnenda evrópsks rannsóknarnets, CLIOHRES, sem styrkt var af 6. rammaáætlun ESB á árunum 2005–2010, en í því tóku þátt 180 fræðimenn við 45 háskóla í 31 landi. Rannsóknarniðurstöður verkefnisins komu út í yfir 50 bókum sem gefnar voru út af háskólaútgáfunni í Písa á Ítalíu. Nýlega tók hann þátt í samvinnuverkefni danskra, færeyskra, grænlenskra og íslenskra fræðimanna þar sem saga sambands Danmerkur við eyjarnar í Norður-Atlantshafi er tekið til endurskoðunar, og verða niðurstöður þeirra rannsókna gefnar út á næsta ári. Að síðustu hefur hann rannsakað sögu Rómafólks í samvinnu við fræðimenn við háskólann í Cluj-Napoca í Rúmeníu, en það samstarf var styrkt af rannsóknarsjóði EES.

Guðmundur er fæddur árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974, BA-prófi árið 1980 með fornleifafræði sem aukagrein (við háskólann í Lundi) og sagnfræði sem aðalgrein (við Háskóla Íslands), cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og doktorsprófi frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Hann var ráðinn lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1991 og prófessor árið 2000.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

21.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76779.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. desember). Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76779

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76779>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað sögu pólitískra hugtaka á borð við fullveldi og borgararétt, og fjallað um tengsl minnis og sögu.

Í doktorsritgerð sinni Old Provinces, Modern Nations: Political Responses to State-Integration in Late Nineteenth and Early Twentieth-Century Iceland and Brittany, bar Guðmundur saman viðbrögð í tveimur evrópskum samfélögum, á Íslandi og á Bretagne-skaga í Frakklandi, við myndun nútímaríkja. Þar var reynt að svara spurningunni hvers vegna á fyrra svæðinu myndaðist sterk andstaða við tilraunir stjórnvalda til að mynda þjóðríki úr ríki sem áður hafði verið samsett konungsríki á meðan hið síðara var innlimað, án teljandi vandræða, inn í franska lýðveldið. Frá lokum doktorsnámsins hefur Guðmundur skrifað um áhrif þjóðernisstefnu á evrópsk samfélög, og þá einkum hið íslenska, út frá þeirri hugmynd að þjóðerni sé pólitískt og menningarlegt fyrirbæri en ekki eðlislægur þáttur í vitund manna.

Rannsóknir Guðmundar hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins.

Guðmundur hefur verið virkur bæði í innlendu og alþjóðlegu rannsóknasamstarfi. Þar má nefna að hann var annar stjórnenda evrópsks rannsóknarnets, CLIOHRES, sem styrkt var af 6. rammaáætlun ESB á árunum 2005–2010, en í því tóku þátt 180 fræðimenn við 45 háskóla í 31 landi. Rannsóknarniðurstöður verkefnisins komu út í yfir 50 bókum sem gefnar voru út af háskólaútgáfunni í Písa á Ítalíu. Nýlega tók hann þátt í samvinnuverkefni danskra, færeyskra, grænlenskra og íslenskra fræðimanna þar sem saga sambands Danmerkur við eyjarnar í Norður-Atlantshafi er tekið til endurskoðunar, og verða niðurstöður þeirra rannsókna gefnar út á næsta ári. Að síðustu hefur hann rannsakað sögu Rómafólks í samvinnu við fræðimenn við háskólann í Cluj-Napoca í Rúmeníu, en það samstarf var styrkt af rannsóknarsjóði EES.

Guðmundur er fæddur árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974, BA-prófi árið 1980 með fornleifafræði sem aukagrein (við háskólann í Lundi) og sagnfræði sem aðalgrein (við Háskóla Íslands), cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1982 og doktorsprófi frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Hann var ráðinn lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1991 og prófessor árið 2000.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...