Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending?

Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners er hvorugkynsmyndin þingi ekki fletta en aftur á móti má finna flettuna alþingi og að -þingi komi fyrir í orðunum alþingi og lögþingi, það er sem síðari samsetningarliður (1886: 50). Í fornmálsorðabók Eiríks Jónssonar (1863:19) eru gefnar báðar myndirnar alþing og alþingi og sagt að eignarfall eintölu endi á -is.

Í íslensk-enskri orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar (1975:18) er alþing sögð nútímamynd hins eldra orðs alþingi þar sem -i hafi verið fellt brott. Í fornmálsorðabók þeirri sem unnið er að í Kaupmannahöfn (1995: 378–379) eru dæmi fyrst og fremst um alþingi og samsetningar allar eru með alþingis-.

Alþingishúsið við Austurvöll.

Orðið alþingi er samsett úr forliðnum al- og þing, það er 'þing fyrir alla, almannaþing'. Ef til vill má hugsa sér að algeng sambönd eins og á alþingi, frá alþingi, þar sem -i er beygingarending, hafi haft áhrif í öðrum föllum eða að hvorugkynsorðmyndin alþingi hafi verið hin ríkjandi en alþing verið mynduð með þing í huga.

Heimildir og mynd:
  • Adolf Noreen. 1923. Altisländische Grammatik. Halle.
  • Eiríkur Jónsson. Oldnordisk ordbog. Kjöbenhavn.
  • Johan Frizner. 1886. Ordbog over Det gamle norske Sprog. I. Kristiania.
  • Richard Cleasby og Guðbrandur Vigfússon. 1975. An Icelandic-English Dictionary. Önnur útgáfa ljósprentuð. Oxford.
  • Mynd: Althingishusid - Althing - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 13.11.2014).

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna heitir Alþingi ekki Alþing? Hvað er þetta i að gera þarna í endann?
  • Af hverju er heiti alþingis dregið?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.11.2014

Spyrjandi

Birgir Tryggvason, Ari Jóhannesson, Hjalti Tómasson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52743.

Guðrún Kvaran. (2014, 14. nóvember). Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52743

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52743>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending?

Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners er hvorugkynsmyndin þingi ekki fletta en aftur á móti má finna flettuna alþingi og að -þingi komi fyrir í orðunum alþingi og lögþingi, það er sem síðari samsetningarliður (1886: 50). Í fornmálsorðabók Eiríks Jónssonar (1863:19) eru gefnar báðar myndirnar alþing og alþingi og sagt að eignarfall eintölu endi á -is.

Í íslensk-enskri orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar (1975:18) er alþing sögð nútímamynd hins eldra orðs alþingi þar sem -i hafi verið fellt brott. Í fornmálsorðabók þeirri sem unnið er að í Kaupmannahöfn (1995: 378–379) eru dæmi fyrst og fremst um alþingi og samsetningar allar eru með alþingis-.

Alþingishúsið við Austurvöll.

Orðið alþingi er samsett úr forliðnum al- og þing, það er 'þing fyrir alla, almannaþing'. Ef til vill má hugsa sér að algeng sambönd eins og á alþingi, frá alþingi, þar sem -i er beygingarending, hafi haft áhrif í öðrum föllum eða að hvorugkynsorðmyndin alþingi hafi verið hin ríkjandi en alþing verið mynduð með þing í huga.

Heimildir og mynd:
  • Adolf Noreen. 1923. Altisländische Grammatik. Halle.
  • Eiríkur Jónsson. Oldnordisk ordbog. Kjöbenhavn.
  • Johan Frizner. 1886. Ordbog over Det gamle norske Sprog. I. Kristiania.
  • Richard Cleasby og Guðbrandur Vigfússon. 1975. An Icelandic-English Dictionary. Önnur útgáfa ljósprentuð. Oxford.
  • Mynd: Althingishusid - Althing - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 13.11.2014).

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna heitir Alþingi ekki Alþing? Hvað er þetta i að gera þarna í endann?
  • Af hverju er heiti alþingis dregið?

...