Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er algengt í flokkunarfræði dýralíffræðinnar að fræðimenn endurskoði fræðiheiti tegunda og þá oftast þannig að þær eru fluttar á milli ættkvísla eftir því sem þekkingu á innbyrðisskyldleika tegunda innan viðkomandi ættar fleygir fram.
Menn hafa mjög deilt um skyldleika milli tegunda innan kjóaættarinnar (Stercorariidae) síðastliðna áratugi. Áður fyrr var talið að hægt væri að greina tegundir ættarinnar í tvo meginhópa eða ættkvíslir. Í annan flokkinn féllu brúnleitir, stórir og kröftugir fuglar, sem eiga sér heimkynni á suðurhveli jarðar ásamt einni tegund á norðurhvelinu, skúminum, sem verpir meðal annars hér á landi. Hinn flokkurinn samanstóð af minni fuglum sem allir lifa á norðurhveli jarðar og eru oft með fjölskrúðugara litarhaft en fyrrgreindi flokkurinn. Þann flokk einkenndu líka langar stélfjaðrir eins og kjóinn hefur. Sumir flokkunarfræðingar hafa viljað setja þessa tvo flokka í tvær mismunandi ættkvíslir. Þá stærri í ættkvíslina Catharacta og hina minni í Stercorarius, en aðrir vilja setja allar tegundirnar í ættkvíslina Stercorarius.
Skúmur.
Í flokkunarfræðisögu skúmsins hefur latnseska heitið breyst í tímans rás. Árið 1886 nefndist hann Megalestris skua og á ensku aðeins „skua“. Svona hélst nafngiftin í tæpa hálfa öld þar til enskumælandi fuglafræðingar tóku að nefna hann „Northern skua“ og gáfu honum fræðiheitið Catharacta skua. Nú eru rúm 20 ár síðan að farið var að kalla skúminn „great skua“ á ensku og árið 2000 var flokkun hans endurskoðuð að nýju og hann settur í ættkvíslina Stercorarius ásamt hinum þremur tegundum ættarinnar sem lifa á norðurhveli jarðar. Því er ættkvíslaheiti hans breytilegt eftir því hversu gamlar heimildirnar eru - hvort hann nefnist Catharacta eða Stercorarius skua.
Heimildir og myndir:
Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna hefur skúmur tvö latnesk heiti (Catharacta skua og Stercorarius skua) í íslenskum fuglabókum?“ Vísindavefurinn, 30. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3825.
Jón Már Halldórsson. (2003, 30. október). Hvers vegna hefur skúmur tvö latnesk heiti (Catharacta skua og Stercorarius skua) í íslenskum fuglabókum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3825
Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna hefur skúmur tvö latnesk heiti (Catharacta skua og Stercorarius skua) í íslenskum fuglabókum?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3825>.