Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 318 svör fundust
Hver er höfuðborg Brúnei?
Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...
Hvenær var söluskattur settur á vöru á Íslandi, hverjir gerðu það og hvers vegna?
Söluskattur var innheimtur hérlendis í einni eða annarri mynd frá árinu 1945, að undanskildum árunum 1946 og 1947, allt þar til virðisaukaskattur leysti hann af hólmi árið 1990. Það er því svokölluð Nýsköpunarstjórn, undir forsæti Ólafs Thors, sem var við völd þegar skatturinn var fyrst lagður á. Söluskattur og sí...
Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?
Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...
Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?
Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...
Hversu gamalt er orðið forseti?
Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...
Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?
Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, a...
Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?
Allt er alþjóðlegt. Ein fyrsta reglan sem við lærum er í umferðarskólanum, þar sem okkur er kennt að líta fyrst til vinstri, svo hægri og loks aftur til vinstri. Hið alþjóðlega snertir allt okkar líf, bæði hversdagslega og sérstaka þætti þess. Ósjálfráð hugrenningatengsl okkar um alþjóðamál eru kannski að þau séu ...
Hvað er stríðsglæpamaður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður? Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna v...
Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?
Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...
Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?
Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...
Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...
Hvað er einræðisríki?
Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við. Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrs...
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?
Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...
Er bannað að klæðast búrkum á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er bannað að klæðast búrkum og híjab á Íslandi? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Hér á landi hefur ekki verið lagt bann við því að klæðast búrkum, híjab eða sambærilegum klæðnaði. Þó hefur bann við búrkum verið rætt nokkuð, bæði á Alþingi og í samfé...