Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3473 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?

Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Má fella hlébarða eða önnur vernduð dýr til þess að stoppa þau upp?

Hlébarðinn (Panthera pardus) er eina kattardýrið af hinu svokallaða stórkattakyni sem er ekki í útrýmingarhættu. Eyðing búsvæða og veiðiþjófnaður hefur höggvið stór skörð í stofna annarra stórra kattadýra sem flest teljast nú í útrýmingarhættu eða bráðri útrýmingarhættu. Talið er að heildarstofnstærð hlébarða s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?

Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?

Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Augusto Pinochet?

Augusto Pinochet (1915-2006).Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006. Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir mannsnafnið Órækja?

Forliðurinn í nafninu Órækja er ekki ór- heldur ó- í neitandi merkingu. Orðið er til sem samnafn, sérnafn og viðurnefni. Nafnorðið órækja merkir ‛sóði, mannskræfa, hirðulaus maður’ og sögnin er notuð í merkingunni ‛vanrækja’, það er ‛sá sem ekki rækir eitthvað’. Elsta dæmi um sögnina í Ritmálssaf...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?

Þegar laun eða tekjur mismunandi hópa eru bornar saman er iðulega rætt um skýrðan og óskýrðan launamun, eða leiðréttan og óleiðréttan launamun. Þá er verið að vísa til þess að ýmsar skýringar kunna að vera á því að meðallaun hópa eru mismunandi. Skýrður launamunur er þá sá munur sem skýra má með þekktum og viðurke...

category-iconHeimspeki

Hver er saga grískrar heimspeki?

Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?

Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?

Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?

Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands. Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum. Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?

Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "góðan dag" eða "góðan daginn"? Er önnur notkunin röng?

Í sambandinu ,,góðan dag" beygjast saman lýsingarorð í sterkri beygingu og nafnorð án greinis: Nf. góður dagur Þf. góðan dag Þgf. góðum degi Ef. góðs dags Ef nafnorðið er með viðskeyttum greini beygist lýsingarorðið samkvæmt veikri beygingu: Nf. góði dagurinn Þf. góða daginn Þgf. góða deginum Ef. góða dag...

category-iconLögfræði

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?

Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?

Krosstré er tré sem notað er til að búa til krossa. Orðið er gamalt í málinu og í Postulasögum og Heilagra manna sögum er til dæmis talað um að „hengja e-n á krosstré“, það er krossfesta hann. Í yngra máli virðist orðið einnig notað um smíði sem myndar kross, til dæmis krosstré í glugga. Þegar menn eru krossfes...

Fleiri niðurstöður