Þau eru en meiri sakarafglöp að órækja sakir um sinn eða optar, og gjaldi tillag eigi að síður.en um nafnorðið frá miðri 19. öld:
Ó, eg er sannfærð um, að hann vildi hafa mig með sér; enn eg, auðvirðilega órækja, eg lét hann fara einan.Þarna virðist merkingin vera ‛ræktarlaus maður’. Mannsnafnið Órækja þekkist allt frá því á Sturlungaöld en svo hét sonur Snorra Sturlusonar. Það er af sama uppruna. Nafnið hefur lítið verið notað. Einum dreng í Vestur-Skaftafellssýslu var gefið það 1630 og öðrum 1685 og einn karl í Vestmannaeyjum bar nafnið 1801. Síðan virðist það ekki hafa verið notað. Mynd:
- Hello New Office | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er Martin Cathrae. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 15.5.2013).
Hvað þýðir mannsnafnið Órækja? Er forliðurinn ór- rótskyldur forliðunum ör- og úr-, samanber örvita, úrvinda?