Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir mannsnafnið Órækja?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Forliðurinn í nafninu Órækja er ekki ór- heldur ó- í neitandi merkingu. Orðið er til sem samnafn, sérnafn og viðurnefni. Nafnorðið órækja merkir ‛sóði, mannskræfa, hirðulaus maður’ og sögnin er notuð í merkingunni ‛vanrækja’, það er ‛sá sem ekki rækir eitthvað’. Elsta dæmi um sögnina í Ritmálssafni Orðabókarinnar er frá um 1760:
Þau eru en meiri sakarafglöp að órækja sakir um sinn eða optar, og gjaldi tillag eigi að síður.
en um nafnorðið frá miðri 19. öld:
Ó, eg er sannfærð um, að hann vildi hafa mig með sér; enn eg, auðvirðilega órækja, eg lét hann fara einan.
Þarna virðist merkingin vera ‛ræktarlaus maður’.

Nafnorðið órækja merkir ‛sóði, mannskræfa, hirðulaus maður’ og sögnin er notuð í merkingunni ‛vanrækja’. Sá sem vanrækir störf sín endist vart lengi í vinnu.

Mannsnafnið Órækja þekkist allt frá því á Sturlungaöld en svo hét sonur Snorra Sturlusonar. Það er af sama uppruna. Nafnið hefur lítið verið notað. Einum dreng í Vestur-Skaftafellssýslu var gefið það 1630 og öðrum 1685 og einn karl í Vestmannaeyjum bar nafnið 1801. Síðan virðist það ekki hafa verið notað.

Mynd:

Upphafleg spurning frá Kristjáni Guðlaugssyni hljóðaði svo:
Hvað þýðir mannsnafnið Órækja? Er forliðurinn ór- rótskyldur forliðunum ör- og úr-, samanber örvita, úrvinda?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.5.2013

Spyrjandi

Kristján Guðlaugsson, Nína Lea

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir mannsnafnið Órækja?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63926.

Guðrún Kvaran. (2013, 28. maí). Hvað þýðir mannsnafnið Órækja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63926

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir mannsnafnið Órækja?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63926>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir mannsnafnið Órækja?
Forliðurinn í nafninu Órækja er ekki ór- heldur ó- í neitandi merkingu. Orðið er til sem samnafn, sérnafn og viðurnefni. Nafnorðið órækja merkir ‛sóði, mannskræfa, hirðulaus maður’ og sögnin er notuð í merkingunni ‛vanrækja’, það er ‛sá sem ekki rækir eitthvað’. Elsta dæmi um sögnina í Ritmálssafni Orðabókarinnar er frá um 1760:

Þau eru en meiri sakarafglöp að órækja sakir um sinn eða optar, og gjaldi tillag eigi að síður.
en um nafnorðið frá miðri 19. öld:
Ó, eg er sannfærð um, að hann vildi hafa mig með sér; enn eg, auðvirðilega órækja, eg lét hann fara einan.
Þarna virðist merkingin vera ‛ræktarlaus maður’.

Nafnorðið órækja merkir ‛sóði, mannskræfa, hirðulaus maður’ og sögnin er notuð í merkingunni ‛vanrækja’. Sá sem vanrækir störf sín endist vart lengi í vinnu.

Mannsnafnið Órækja þekkist allt frá því á Sturlungaöld en svo hét sonur Snorra Sturlusonar. Það er af sama uppruna. Nafnið hefur lítið verið notað. Einum dreng í Vestur-Skaftafellssýslu var gefið það 1630 og öðrum 1685 og einn karl í Vestmannaeyjum bar nafnið 1801. Síðan virðist það ekki hafa verið notað.

Mynd:

Upphafleg spurning frá Kristjáni Guðlaugssyni hljóðaði svo:
Hvað þýðir mannsnafnið Órækja? Er forliðurinn ór- rótskyldur forliðunum ör- og úr-, samanber örvita, úrvinda?
...