Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Augusto Pinochet?

Magnús Fannar Benediktsson og Örn Arnarson

Augusto Pinochet (1915-2006).

Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006.

Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins gegn Salvador Allende forseta. Byltingarmenn nutu stuðnings Bandaríkjanna á ýmsan hátt þó Bandaríkin væru opinberlega á móti byltingunni. Pinochet er talinn hafa pyntað um 30.000, tekið um 80.000 manns til fanga og látið myrða 1200-3200 manns, þar á meðal konur og börn.

Árið 1988 voru haldnar kosningar um framtíð þingsins og forsetaembættisins. Valkostirnir voru eftirfarandi:
  • Já, það er hvort Pinochet ætti að sverja embættiseið 11. mars 1989 og sitja áfram sem forseti. Auk þess yrðu haldnar lýðræðislegar þingkosningar 9 mánuðum eftir embættistöku en þingið myndi síðan hefja störf 11. mars 1990.
  • Nei, það er hvort Pinochet ætti að hætta 11. mars 1990 og við tæki lýðræðislega kjörinn forseti og lýðræðislega kjörið þing.

Úrslit kosninganna urðu þannig að 55,9% sögðu nei en 44,1% sögðu já.

Þegar Augusto Pinochet lést árið 2006 voru enn 300 dómsmál tengd honum er lágu fyrir dómstólum í Síle.

Heimild og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.6.2012

Spyrjandi

Arnar Sigurbjörnsson

Tilvísun

Magnús Fannar Benediktsson og Örn Arnarson. „Hver var Augusto Pinochet?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20440.

Magnús Fannar Benediktsson og Örn Arnarson. (2012, 13. júní). Hver var Augusto Pinochet? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20440

Magnús Fannar Benediktsson og Örn Arnarson. „Hver var Augusto Pinochet?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20440>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Augusto Pinochet?

Augusto Pinochet (1915-2006).

Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006.

Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins gegn Salvador Allende forseta. Byltingarmenn nutu stuðnings Bandaríkjanna á ýmsan hátt þó Bandaríkin væru opinberlega á móti byltingunni. Pinochet er talinn hafa pyntað um 30.000, tekið um 80.000 manns til fanga og látið myrða 1200-3200 manns, þar á meðal konur og börn.

Árið 1988 voru haldnar kosningar um framtíð þingsins og forsetaembættisins. Valkostirnir voru eftirfarandi:
  • Já, það er hvort Pinochet ætti að sverja embættiseið 11. mars 1989 og sitja áfram sem forseti. Auk þess yrðu haldnar lýðræðislegar þingkosningar 9 mánuðum eftir embættistöku en þingið myndi síðan hefja störf 11. mars 1990.
  • Nei, það er hvort Pinochet ætti að hætta 11. mars 1990 og við tæki lýðræðislega kjörinn forseti og lýðræðislega kjörið þing.

Úrslit kosninganna urðu þannig að 55,9% sögðu nei en 44,1% sögðu já.

Þegar Augusto Pinochet lést árið 2006 voru enn 300 dómsmál tengd honum er lágu fyrir dómstólum í Síle.

Heimild og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....