Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 267 svör fundust

category-iconSálfræði

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fy...

category-iconLögfræði

Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Nú gefur maður konu sæði sitt til getnaðar. Getur konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þó hann sé skráður faðir barnsins?Spurningin er í raun tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort maður sem gefur sæði sitt til getnaðar beri framfærsluskyldu gagnvart bar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað myndi gerast ef við værum án heila?

Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?

Einkenni kvefs stafa af viðbrögðum ónæmiskerfis okkar gegn sýklum (einhverri af þeim um 100 veirum sem valda kvefi). Eitt þessara einkenna er að nefgöngin stíflast af slími og er það ástæðan fyrir því að við finnum ekki lykt af mat né öðru. Ilmefni berast okkur í svonefndum gasham. Ilmefnin komast ekki að lykta...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna eru sumir rangeygðir?

Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...

category-iconHugvísindi

Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?

Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til ...

category-iconHeimspeki

Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam Reynisdóttir Já, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök. Löghy...

category-iconLæknisfræði

Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?

Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Þetta hefur oft borið á góma í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn og þá sérstaklega um það hvort einhverjir undirliggjandi sjúkdómar hafi áhrif á ...

category-iconStærðfræði

Ef við hefðum ekki tíu fingur væri þá tugakerfið öðruvísi, kannski byggt út frá tólf eða fimmtán ef við hefðum 12 eða 15 fingur?

Þetta er almennt talið rétt. Betra væri þó að orða það þannig að við mundum aðallega nota tylftakerfi en ekki tugakerfi ef við hefðum tólf fingur. Í þessu felst að talan sem við skrifum sem 10 hefur enga sérstaka kosti sem grunntala í talnakerfi aðra en þá sem tengjast sköpulagi mannsins. Sú tala sem hefur skýr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?

Andri Vigfússon, Karl Valur Guðmundsson og Þórdís Katla Bjartmarz, nemendur í FSu, spurðu: 'Hvernig er bygging snjókorna?' Eiríkur Rafn spurði: 'Hvers vegna eru öll snjókorn mismunandi og hvað gerir þau svona ólík hvert öðru og hvernig getur það verið svona nákvæmt?' Hugrún spurði: 'Er rétt að engin tvö snjókorn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?

Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjir eru íslensku sauðalitirnir og hversu margir eru þeir?

Íslenskt sauðfé mun hafa komið til Íslands frá Noregi um landnám. Það er náskylt gamla norska stuttrófufénu sem var upprunalega hyrnt en er nú mikið til orðið kollótt vegna ræktunar á kollóttu umfram hyrnt á síðustu áratugum. Sumir af íslensku sauðalitunum finnast í norska stuttrófufénu en litum mun hafa fækkað þe...

Fleiri niðurstöður