Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1204 svör fundust
Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?
Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...
Hvað þurfti margar kálfshúðir í eina bók á Sturlungaöld?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þurfti margar nautshúðir í eina bók á Sturlungaöld? Það fór eftir því hve stór bókin var, það er í hve stóru broti hún var, en það fór líka eftir því hversu þykk hún var, það er hve mörg blöð voru í henni. Bókfell er það kallað þegar búið er að verka skinn á þa...
Hvað merkir hugtakið landslag?
Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...
Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?
Hér er spyrjandi að vitna til teikningar ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) sem er að finna í skissubók hans. Hugmyndina að teikningunni er að finna í riti rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) De architecture eða Um byggingarlistina. Í þriðju bók ritsins segir að e...
Hver var Finnur Jónsson og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Finnur Jónsson prófessor var einn afkastamesti og virtasti fræðimaður á sviði norrænna fræða í upphafi 20. aldar, ekki síst sem útgefandi norrænna miðaldatexta en einnig ritaði hann merk yfirlitsrit um norrænar bókmenntir fyrri alda. Finnur Jónsson (1858-1934).Finnur Jónsson var fæddur á Akureyri 29. maí 1858. ...
Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?
Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...
Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?
Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Frederik Ursin (1797-1849). Lengra svar Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fornöld,...
Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?
Samkvæmt skýrslum IPCC (International Panel on Climate Change, 2000) er öll binding kolefnis í gróðri á jörðinni 500-560 Gt C (Gígatonn kolefnis, en eitt slíkt er milljarður tonna). Þar af eru um 360 Gt C í skógi. Til samanburðar eru 1500-2300 Gt C bundin í jarðvegi og um 750 Gt C eru í andrúmslofti. Kolefni (...
Hvað er fiskeldi?
Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...
Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?
Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila ...
Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku?
Orðin mamma og pabbi teljast til svokallaðra hjalorða, það er orða sem myndast snemma í munni barna þegar þau hjala. Rótin í orðinu mamma þekkist í flestum indóevrópskum málum. Í fornindversku var til orðið m sem merkti 'móðir'. Í sama máli merkti mm 'móðursystir'. Í fornpersnesku voru til orðin mm, mma og mam í m...
Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?
Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...
Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?
Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona: Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt? Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt? Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar? Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa ...
Hvað er þetta Eski í Eskifirði?
Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? Eskifjörður. Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðar...