Íslenska | Danska | Enska | Þýska | Franska |
---|---|---|---|---|
hringur[1] | cirkel | circle | Ring | cercle |
sporbaugur | ellipse | ellipse | Ellipse | ellipse |
fleygbogi | parabel | parabola | Parabel | parabole |
breiðbogi | hyperbel | hyperbola | Hyperbel | hyperbole |

Myndir af hringjum, fleygboga og sporbaugum úr bókinni Astronomi eftir Georg Frederik Ursin. Skýringar við myndina: Fig. 18. Kastferill án tillits til loftmótstöðu. Á hverri tímaeiningu fer hluturinn jafnlangt í kaststefnuna: AB, BC, CD, DE, ... en þyngdarkrafurinn togar hlutinn jafnframt niður um vegalengd í hlutföllunum 1, 3, 5, ..., á tímaeiningu. Boglína kastferilsins er fleygbogi. Fig. 20. Brautir jarðstjarna (fastastjarna) um sólu eru sporbaugar þar sem sólin S er í öðrum brennipunkti sporbauganna. Fig. 21. Ef hraði hlutar á sporbaug verður of mikill getur hann kastast út af brautinni eftir fleygboga, PB, og ef hraðinn verður enn meiri eftir breiðboga, PT.
- Georg Frederik Ursin. Astronomi.
- ^ Hringur er vitanlega ekki nýyrði Jónasar heldur orð sem finnst í fornritum og hefur þá sömu merkingu og baugur.