Sólin Sólin Rís 05:41 • sest 21:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:59 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 15:56 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:41 • sest 21:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:59 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 15:56 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?

Kristín Bjarnadóttir

Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Frederik Ursin (1797-1849).

Lengra svar

Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fornöld, allt frá tímum Forn-Grikkja á fjórðu öld fyrir Krist. Stærðfræðingnum Menaechmus er eignaður heiðurinn af því að hafa uppgötvað keilusnið um 360-350 f.Kr. Heiti keilusniða á öðrum evrópskum tungumálum eru rakin til forngrísku:

ÍslenskaDanskaEnskaÞýskaFranska
hringur[1]cirkelcircleRingcercle
sporbaugurellipseellipseEllipseellipse
fleygbogiparabelparabolaParabelparabole
breiðbogihyperbel hyperbolaHyperbelhyperbole

Heiti keilusniða eru mjög sértæk orð og koma sjaldan fyrir utan stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði. Hvað varð til þess að ferlarnir hlutu ný óskyld heiti á íslensku?

Árið 1842 kom út íslensk þýðing á bókinni Astronomi eftir danska prófessorinn Georg Frederik Ursin (1830), undir heitinu Stjörnufræði, ljett og handa alþíðu. Þýðandinn var Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur.

Myndir af hringjum, fleygboga og sporbaugum úr bókinni Astronomi eftir Georg Frederik Ursin. Skýringar við myndina: Fig. 18. Kastferill án tillits til loftmótstöðu. Á hverri tímaeiningu fer hluturinn jafnlangt í kaststefnuna: AB, BC, CD, DE, ... en þyngdarkrafurinn togar hlutinn jafnframt niður um vegalengd í hlutföllunum 1, 3, 5, ..., á tímaeiningu. Boglína kastferilsins er fleygbogi. Fig. 20. Brautir jarðstjarna (fastastjarna) um sólu eru sporbaugar þar sem sólin S er í öðrum brennipunkti sporbauganna. Fig. 21. Ef hraði hlutar á sporbaug verður of mikill getur hann kastast út af brautinni eftir fleygboga, PB, og ef hraðinn verður enn meiri eftir breiðboga, PT.

Þýðingar Jónasar á heitum keilusniðanna eru hljómfögur orð. Ein ástæða þess að hann valdi að þýða orðin gæti verið sú að áhersla er sjaldnast á fyrsta atkvæði í erlendu orðunum. Orðin ellipsa, parabóla og hyperbóla hafa þó oft verið notuð sem tökuorð í íslensku, enda voru kennslubækur í stærðfræði í framhaldsskólum gjarnan á norðurlandamálum langt fram á tuttugustu öld. Þegar farið var að þýða og semja kennslubækur á íslensku um þessi efni, voru heiti Jónasar tekin upp í kennslubókunum.

Mynd:
  • Georg Frederik Ursin. Astronomi.

Tilvísun:
  1. ^ Hringur er vitanlega ekki nýyrði Jónasar heldur orð sem finnst í fornritum og hefur þá sömu merkingu og baugur.

Texti þessa svars birtist fyrst 22.9.2024 í rafræna ritinu Flatarmál: Málgagn Flatar samtaka stærðfræðikennara. Textinn var lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

14.4.2025

Síðast uppfært

15.4.2025

Spyrjandi

Heiðrún

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2025, sótt 19. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87738.

Kristín Bjarnadóttir. (2025, 14. apríl). Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87738

Kristín Bjarnadóttir. „Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2025. Vefsíða. 19. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87738>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?
Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Frederik Ursin (1797-1849).

Lengra svar

Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fornöld, allt frá tímum Forn-Grikkja á fjórðu öld fyrir Krist. Stærðfræðingnum Menaechmus er eignaður heiðurinn af því að hafa uppgötvað keilusnið um 360-350 f.Kr. Heiti keilusniða á öðrum evrópskum tungumálum eru rakin til forngrísku:

ÍslenskaDanskaEnskaÞýskaFranska
hringur[1]cirkelcircleRingcercle
sporbaugurellipseellipseEllipseellipse
fleygbogiparabelparabolaParabelparabole
breiðbogihyperbel hyperbolaHyperbelhyperbole

Heiti keilusniða eru mjög sértæk orð og koma sjaldan fyrir utan stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði. Hvað varð til þess að ferlarnir hlutu ný óskyld heiti á íslensku?

Árið 1842 kom út íslensk þýðing á bókinni Astronomi eftir danska prófessorinn Georg Frederik Ursin (1830), undir heitinu Stjörnufræði, ljett og handa alþíðu. Þýðandinn var Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur.

Myndir af hringjum, fleygboga og sporbaugum úr bókinni Astronomi eftir Georg Frederik Ursin. Skýringar við myndina: Fig. 18. Kastferill án tillits til loftmótstöðu. Á hverri tímaeiningu fer hluturinn jafnlangt í kaststefnuna: AB, BC, CD, DE, ... en þyngdarkrafurinn togar hlutinn jafnframt niður um vegalengd í hlutföllunum 1, 3, 5, ..., á tímaeiningu. Boglína kastferilsins er fleygbogi. Fig. 20. Brautir jarðstjarna (fastastjarna) um sólu eru sporbaugar þar sem sólin S er í öðrum brennipunkti sporbauganna. Fig. 21. Ef hraði hlutar á sporbaug verður of mikill getur hann kastast út af brautinni eftir fleygboga, PB, og ef hraðinn verður enn meiri eftir breiðboga, PT.

Þýðingar Jónasar á heitum keilusniðanna eru hljómfögur orð. Ein ástæða þess að hann valdi að þýða orðin gæti verið sú að áhersla er sjaldnast á fyrsta atkvæði í erlendu orðunum. Orðin ellipsa, parabóla og hyperbóla hafa þó oft verið notuð sem tökuorð í íslensku, enda voru kennslubækur í stærðfræði í framhaldsskólum gjarnan á norðurlandamálum langt fram á tuttugustu öld. Þegar farið var að þýða og semja kennslubækur á íslensku um þessi efni, voru heiti Jónasar tekin upp í kennslubókunum.

Mynd:
  • Georg Frederik Ursin. Astronomi.

Tilvísun:
  1. ^ Hringur er vitanlega ekki nýyrði Jónasar heldur orð sem finnst í fornritum og hefur þá sömu merkingu og baugur.

Texti þessa svars birtist fyrst 22.9.2024 í rafræna ritinu Flatarmál: Málgagn Flatar samtaka stærðfræðikennara. Textinn var lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

...