Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fiskeldi?

Jón Már Halldórsson

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum.

Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir eru þó til um fiskeldi í Egyptalandi eða frá því um 2000 f.Kr. Talið er að umfangsmikið eldi hafi þá verið stundað í Níl sérstaklega nálægt árósum stórfljótsins við Miðjarðarhafið.

Fræðimenn telja að hugmyndir og aðferðir sem Forn-Egyptar þróuðu við fiskeldi hafi í tímans rás borist til Rómaveldis þar sem Rómverjar þróuðu fiskeldið frekar. Í Rómaveldi hófst meðal annars ostrurækt sem hefur verið mjög vinsæl við Miðjarðarhafið allt fram til dagsins í dag. Eldisaðferðin sem stunduð var í fornöld byggðist á því að fiskseiðum og lirfum var safnað saman, komið fyrir í tjörnum og ræktuð upp í sláturstærð.

Árið 1733 verður þó að teljast eitt hið merkasta í sögu fiskeldis. Þá tókst bónda nokkrum í norðurhluta Þýskalands að frjóvga hrogn og ala seiðin upp í sláturstærð. Því miður er nafn þessa merka eldisbónda glatað en framlag hans verður að teljast mjög merkilegt. Tegundin sem notuð var í þessari nýstárlegu ræktun var silungur (Salmo trutta). Á öldunum sem fylgdu frjóvguðu menn og ræktuðu einungis ferskvatnsfiska á borð við silung og lax en á 20. öld var næg þekking til staðar á líffræði saltvatnsfiska til að hægt væri að nota þá í eldi.

Á undanförnum áratugum hefur þekking á ýmsum þáttum í líffræði eldisfiska leitt til mikilla framfara í ræktun eldisfiska og gert framleiðslunna ódýrari. Framfarirnar hafa meðal annars leitt til þess að hægt er að hafa betri stjórn á kynþroska og æxlun, auka vöxt fisksins auk þess sem þekking á ýmsum sjúkdómum sem hrjáð hafa eldisfiska hefur aukist. Allt hefur þetta leitt til þess að afurðaverð hefur stórlækkað og er sífellt hærra hlutfall sjávarafurða sem fer í verslanir í Evrópu og Bandaríkin komið úr fiskeldi.

Nú við upphaf 21. aldar hefur þróunin í fiskveiðum orðið sú að flestir villtir fiskistofnar eru annað hvort fullnýttir eða ofnýttir og hefur heildarfiskaflinn úr heimshöfunum staðið í stað á undanförnum árum. Sérstaklega er fiskeldið talið mikilvægt í ljósi þess að menn eru farnir að sjá fram á að fiskaflinn úr heimshöfunum muni að öllum líkindum dragast saman á næstu áratugum. Því er farið að horfa í auknum mæli til fiskeldis til matvælaframleiðslu fyrir hið ört vaxandi mannkyn.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.1.2002

Spyrjandi

Loftur Kristjánsson f. 1987

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er fiskeldi?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2051.

Jón Már Halldórsson. (2002, 17. janúar). Hvað er fiskeldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2051

Jón Már Halldórsson. „Hvað er fiskeldi?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2051>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fiskeldi?
Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum.

Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir eru þó til um fiskeldi í Egyptalandi eða frá því um 2000 f.Kr. Talið er að umfangsmikið eldi hafi þá verið stundað í Níl sérstaklega nálægt árósum stórfljótsins við Miðjarðarhafið.

Fræðimenn telja að hugmyndir og aðferðir sem Forn-Egyptar þróuðu við fiskeldi hafi í tímans rás borist til Rómaveldis þar sem Rómverjar þróuðu fiskeldið frekar. Í Rómaveldi hófst meðal annars ostrurækt sem hefur verið mjög vinsæl við Miðjarðarhafið allt fram til dagsins í dag. Eldisaðferðin sem stunduð var í fornöld byggðist á því að fiskseiðum og lirfum var safnað saman, komið fyrir í tjörnum og ræktuð upp í sláturstærð.

Árið 1733 verður þó að teljast eitt hið merkasta í sögu fiskeldis. Þá tókst bónda nokkrum í norðurhluta Þýskalands að frjóvga hrogn og ala seiðin upp í sláturstærð. Því miður er nafn þessa merka eldisbónda glatað en framlag hans verður að teljast mjög merkilegt. Tegundin sem notuð var í þessari nýstárlegu ræktun var silungur (Salmo trutta). Á öldunum sem fylgdu frjóvguðu menn og ræktuðu einungis ferskvatnsfiska á borð við silung og lax en á 20. öld var næg þekking til staðar á líffræði saltvatnsfiska til að hægt væri að nota þá í eldi.

Á undanförnum áratugum hefur þekking á ýmsum þáttum í líffræði eldisfiska leitt til mikilla framfara í ræktun eldisfiska og gert framleiðslunna ódýrari. Framfarirnar hafa meðal annars leitt til þess að hægt er að hafa betri stjórn á kynþroska og æxlun, auka vöxt fisksins auk þess sem þekking á ýmsum sjúkdómum sem hrjáð hafa eldisfiska hefur aukist. Allt hefur þetta leitt til þess að afurðaverð hefur stórlækkað og er sífellt hærra hlutfall sjávarafurða sem fer í verslanir í Evrópu og Bandaríkin komið úr fiskeldi.

Nú við upphaf 21. aldar hefur þróunin í fiskveiðum orðið sú að flestir villtir fiskistofnar eru annað hvort fullnýttir eða ofnýttir og hefur heildarfiskaflinn úr heimshöfunum staðið í stað á undanförnum árum. Sérstaklega er fiskeldið talið mikilvægt í ljósi þess að menn eru farnir að sjá fram á að fiskaflinn úr heimshöfunum muni að öllum líkindum dragast saman á næstu áratugum. Því er farið að horfa í auknum mæli til fiskeldis til matvælaframleiðslu fyrir hið ört vaxandi mannkyn....