Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3029 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Götur eru saltaðar til að svellið bráðni, en skíðabrekkur til að fá harðfenni. Hvernig má það vera?

Saltið sem dreift er á götur bræðir ísinn og salti er stundum dreift á skíðabrekkur til að fá harðfenni. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn sé þetta mótsögn geta báðar fullyrðingarnar verið réttar. Salt sem stráð er á snjó eða ís bræðir yfirborð hans og myndar saltvatnspoll. Þetta gerist þannig að ísinn og saltið m...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?

Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?

Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni kattardýra og hvernig er talið að elsta rándýrið líti út?

Í dag eru þekktar 41 tegund kattardýra og telja vísindamenn að þær séu allar komnar af sameiginlegum forföður sem var uppi fyrir rúmum 10 milljón árum síðan. Þessi forfaðir núlifandi kattardýra kom upphaflega frá Asíu og dreifðist þaðan til allra meginlanda nema Ástralíu og Suðurskautslandsins. Nýlegar rannsóknir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?

Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur. Ljóst er að þegar svo mikill...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er? Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna an...

category-iconHugvísindi

Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?

Árið 1974 voru nokkrir kínverskir bændur að grafa eftir vatni í útjaðri Xian-borgar. Í stað vatnsins fundu þeir gröf fyrsta keisarans af Kína. Grafarinnar er gætt af rúmlega átta þúsund leirhermönnum í fullri stærð og hún hefur verið nefnd stærsti fornleifafundur 20. aldarinnar. Eitt af fjölmörgum verkum fyrsta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?

Fjöldi og fjölbreytileiki pokadýra er langmestur í Ástralíu þar sem þessi undirflokkur spendýra hefur blómstrað. Í dag finnast pokadýr einnig í Nýju-Gíneu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og Nýja-Sjálandi. Suður- og Norður-Ameríka Eftir aðskilnað í 200 milljón ár tengdust Norður- og Suður-Ameríka á ný fyrir um ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?

Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?

Þegar laun eða tekjur mismunandi hópa eru bornar saman er iðulega rætt um skýrðan og óskýrðan launamun, eða leiðréttan og óleiðréttan launamun. Þá er verið að vísa til þess að ýmsar skýringar kunna að vera á því að meðallaun hópa eru mismunandi. Skýrður launamunur er þá sá munur sem skýra má með þekktum og viðurke...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?

Það kemur þeim sem hafa ferðast um Ítalíu og skoðað fagrar borgir eða flatmagað á sólarströndum landsins eflaust á óvart að víða á Ítalíu eru fögur svæði með miklu dýralífi. Á Ítalíu eru meðal annars leifar af upprunalegri fánu svæðisins eins og hún var á tímum Rómaveldis. Þessi svæði eru bundin við þjóðgarða og þ...

category-iconHeimspeki

Sannar undantekningin regluna?

Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvort snýst jörðin 15,00 eða 15,04 gráður á klukkustund?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Jörðin snýst 360 gráður á sólahring, þar af leiðandi 15 gráður á klst. Nú var ég að lesa í bók að jörðin snúist 15,04 gráður á klst. Ef það er rétt þá ætti hún að hafa farið einni gráðu lengra á 20 klst. og þar af leiðandi ætti 12 á hádegi að birtast okkur sem 12 á miðnætti e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um bomsur úr blaðinu Speglinum frá 1932:Gúmmístígvjel á börn og fullorðna, með bæjarins lægsta verði. Bomsur og skóhlífar í miklu úrvali. Stefán Gunnarsson Skóverslun Austurstræti 12.Heldur eldri dæmi er að finna á timarit.is eða úr Vísi frá 1928. Öll elstu dæmin er...

Fleiri niðurstöður