Gúmmístígvjel á börn og fullorðna, með bæjarins lægsta verði. Bomsur og skóhlífar í miklu úrvali. Stefán Gunnarsson Skóverslun Austurstræti 12.Heldur eldri dæmi er að finna á timarit.is eða úr Vísi frá 1928. Öll elstu dæmin eru úr auglýsingum og ljóst að lesendur vissu hvað verið var að auglýsa. Orðið mun því eitthvað eldra í mæltu máli. Uppruni orðsins er ekki fullljós. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:71) er orðið talið tökuorð í merkingunni ‛(ökklahá) skóhlíf’. Ásgeir tengir það sænska orðinu pampuscher ‛svirgulslegir skór, háar snjó-skóhlífar’ og giskar á að bomsa sé einhvers konar ummyndun úr því orði. Önnur skýring er mér ekki kunn. Mynd:
-
Seniorblogger. (Sótt 11.04.2013).