Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 178 svör fundust
Er hægt að ferðast fram í tímann?
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...
Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?
Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...
Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...
Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....
Hvað er læknisfræðinám við Háskóla Íslands langt?
Fullmenntaður læknir á Íslandi hefur að baki 12-14 ára menntun og þjálfun, en jafnvel meira hafi hann lokið doktorsnámi. Formleg kennsla í læknisfræði hófst á Íslandi með stofnun Læknaskólans árið 1876. Læknadeild Háskóla Íslands var stofnuð um leið og skólinn sjálfur árið 1911 og síðan þá hafa yfir 2000 lækna...
Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...
Hvað er bakflæði?
Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...
Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband: Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og s...
Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?
Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?
Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu. Í bókinni Háborgin: M...
Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög m...
Hvernig fjölga ljón sér?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvernig fjölga ljón sér? (Katrín Sigurðardóttir)Á hvaða tíma árs og hvernig fjölga ljón sér? (Svanbjörg Sigmarsdóttir)Getið þið frætt mig um ríki, flokk, ætt, ættbálk, tegund og tengsl ljóna? (Ragnhildur Björk Theodórsdóttir) Ef spyrjendur leikur forvitni á að vita allt sem ...
Hvað eru sólgos og segulstormur?
Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi s...