Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2304 svör fundust
Getur maður fengið krabbamein í hjartað?
Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjart...
Er til lækning við dreyrasýki?
Dreyrasýki (hemophilia; blæðarar) er safnheiti um nokkra mismunandi alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma sem stafa af skorti á storkupróteinum eða skertri starfsemi þeirra. Algengastur er skortur á storkupróteini VIII (dreyrasýki A) og IX (dreyrasýki B). Sjúkdómarnir eru oftast ættlægir og stafa af stökkbreyttu ge...
Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C. Ólík...
Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?
Meginreglan um einkunnir við Háskóla Íslands er í 1. mgr. 61. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands og hljóðar svo:Einkunnir skulu gefnar í heilum, eða heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs. Aðaleinkunn reiknast með tveimur aukastöfum, og er 9,0 - 1...
Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?
Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...
Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?
Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...
Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?
Fóstur með þrjá X-kynlitninga (e. Triple X Syndrome) verða stúlkubörn. Talið er að um ein af hverjum 1.000 konum fæðist með auka kynlitning. Við fæðingu er ekkert sjáanlegt sem greinir þessi stúlkubörn frá öðrum og í raun eru þau einkenni sem fylgja því að vera með þrjá X-kynlitninga ekki vel skilgreind. Það er v...
Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?
Spyrjandi bætir líka við:Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall ...
Getur verið hollt að borða myglaðan mat?
Mygla er þráðlaga sveppur eða sveppflóki, sem getur vaxið hratt og náð yfir nokkurra sentímetra svæði á stuttum tíma, um það bil tveimur til þremur dögum. Mygla er þolnari en flestar aðrar örverur og getur meðal annars vaxið við ísskápshita og í matvælum með lága vatnsvirkni. Þó ákveðnar gerðir myglusveppa séu no...
Götur eru saltaðar til að svellið bráðni, en skíðabrekkur til að fá harðfenni. Hvernig má það vera?
Saltið sem dreift er á götur bræðir ísinn og salti er stundum dreift á skíðabrekkur til að fá harðfenni. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn sé þetta mótsögn geta báðar fullyrðingarnar verið réttar. Salt sem stráð er á snjó eða ís bræðir yfirborð hans og myndar saltvatnspoll. Þetta gerist þannig að ísinn og saltið m...
Eru leifar af venjulegum uppþvottalegi á leirtaui hættulegar heilsunni?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru leifar af venjulegum uppþvottalegi á leirtaui hættulegar heilsunni? Er nauðsynlegt að skola leirtauið eftir uppvask? Spurningunni má svara neitandi en með nokkrum skýringum. Jafnvel hinn sterkasti uppþvottalögur er sennilega um 30-40% virkt efni, en oftast minna. Hvort s...
Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu mar...
Af hverju fær maður kul í tennurnar?
Tannkul eða viðkvæmni í tönnum getur komið fram þegar fólk borðar eða drekkur eitthvað kalt eða heitt, sætt eða súrt. Snerting við tennur getur líka í sumum tilfellum valdið sársauka og einnig ef kalt loft leikur um þær. Viðkvæmnin stafar af örvun frumna inni í örsmáum göngum sem eru í tannbeininu (e. dentin) ...
Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu veltur nokkuð á því hvað átt er við með djarfar fullorðinsmyndir. Samkvæmt 210. gr. hegningarlaga 19/1940 með síðari breytingum er refsivert að búa til, selja, útbýta og dreifa klámmyndum. 210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæt...
Hvað er gigt?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...