Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019)

Spyrjandi bætir líka við:
Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?
Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall er lægst. Varðandi eldsneyti jarðarbúa þá er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

Í sögu eldsneytisnotkunar mannkyns hefur þróunin verið frá eldiviði í fornöld, til torfs, viðarkola og steinkola, olíu og loks jarðgass. Allar þessar eldsneytistegundir innihalda kolefni og vetni. Þótt vetni sé um 75% af massa alheimsins kemur það sjaldnast fyrir óbundið í þéttu efni. Plöntur jarðarinnar binda vetni í kolefni í trjáviði sem loks endar sem kol, olía eða jarðgas.

Þegar efnasamsetning ofangreinds eldsneytis er skoðuð kemur í ljós að hlutfallið milli kolefnis (C) og vetnis (H) er mjög hátt í elstu eldsneytistegundunum. Þannig er þetta hlutfall C/H um það bil tíu atóm kolefnis á móti einu atómi vetnis í eldiviði. Í kolum verður þetta hlutfall um 2. Þróun notkunar eldsneytis hefur verið í áttina að lægra hlutfalli kolefnis og talað er um að "afkolun" (e. decarbonization) eigi sér stað.

Í olíu er hlutfall C/H um það bil hálfur, þegar tvö vetnisatóm koma á móti hverju kolefnisatómi. Enn lægra hlutfall verður í jarðgasi og í metanóli þar sem hlutfall kolefnis og vetnis nálgast einn á móti fjórum. Vetni sem hreint eldsneyti hefur kolefnishlutfallið núll. Þá er sagt að fullkomin afkolun hafi átt sér stað. Rannsóknir Dr. Nakicenovic við Alþjóðastofnun IAS í Vín hafa sýnt að síðast liðin 140 ár hefur hlutfall kolefnis og vetnis í eldsneyti í heiminum verið að minnka um 0,3 hundraðshluta á ári að jafnaði. Afkolun hefur því einkennt eldsneytisþróun mannkyns.

Afkolun minnkar útstreymi CO2 hlutfallslega en því lýkur ekki fyrr en fullkominni afkolun væri náð með notkun hreins vetnis sem orkubera. Fram að því er líklegt að reynt verði að minnka útstreymi koltvísýrings frá hefðbundnu eldsneyti til dæmis með því að dæla honum niður í háftómar gas- eða olíunámur, eins og reynt hefur verið í Noregi.

Höfundur þakkar Braga Árnasyni og Maríu Maack yfirlestur og ábendingar.

Mynd: ENB - The Earth Negotiation Bulletin - on the side

Höfundur

prófessor í eðlisfræði

Útgáfudagur

3.1.2003

Spyrjandi

Stella Rún Steinþórsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). „Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2983.

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). (2003, 3. janúar). Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2983

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). „Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2983>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?
Spyrjandi bætir líka við:

Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?
Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall er lægst. Varðandi eldsneyti jarðarbúa þá er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

Í sögu eldsneytisnotkunar mannkyns hefur þróunin verið frá eldiviði í fornöld, til torfs, viðarkola og steinkola, olíu og loks jarðgass. Allar þessar eldsneytistegundir innihalda kolefni og vetni. Þótt vetni sé um 75% af massa alheimsins kemur það sjaldnast fyrir óbundið í þéttu efni. Plöntur jarðarinnar binda vetni í kolefni í trjáviði sem loks endar sem kol, olía eða jarðgas.

Þegar efnasamsetning ofangreinds eldsneytis er skoðuð kemur í ljós að hlutfallið milli kolefnis (C) og vetnis (H) er mjög hátt í elstu eldsneytistegundunum. Þannig er þetta hlutfall C/H um það bil tíu atóm kolefnis á móti einu atómi vetnis í eldiviði. Í kolum verður þetta hlutfall um 2. Þróun notkunar eldsneytis hefur verið í áttina að lægra hlutfalli kolefnis og talað er um að "afkolun" (e. decarbonization) eigi sér stað.

Í olíu er hlutfall C/H um það bil hálfur, þegar tvö vetnisatóm koma á móti hverju kolefnisatómi. Enn lægra hlutfall verður í jarðgasi og í metanóli þar sem hlutfall kolefnis og vetnis nálgast einn á móti fjórum. Vetni sem hreint eldsneyti hefur kolefnishlutfallið núll. Þá er sagt að fullkomin afkolun hafi átt sér stað. Rannsóknir Dr. Nakicenovic við Alþjóðastofnun IAS í Vín hafa sýnt að síðast liðin 140 ár hefur hlutfall kolefnis og vetnis í eldsneyti í heiminum verið að minnka um 0,3 hundraðshluta á ári að jafnaði. Afkolun hefur því einkennt eldsneytisþróun mannkyns.

Afkolun minnkar útstreymi CO2 hlutfallslega en því lýkur ekki fyrr en fullkominni afkolun væri náð með notkun hreins vetnis sem orkubera. Fram að því er líklegt að reynt verði að minnka útstreymi koltvísýrings frá hefðbundnu eldsneyti til dæmis með því að dæla honum niður í háftómar gas- eða olíunámur, eins og reynt hefur verið í Noregi.

Höfundur þakkar Braga Árnasyni og Maríu Maack yfirlestur og ábendingar.

Mynd: ENB - The Earth Negotiation Bulletin - on the side...