Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur verið hollt að borða myglaðan mat?

Björn Sigurður Gunnarsson

Mygla er þráðlaga sveppur eða sveppflóki, sem getur vaxið hratt og náð yfir nokkurra sentímetra svæði á stuttum tíma, um það bil tveimur til þremur dögum. Mygla er þolnari en flestar aðrar örverur og getur meðal annars vaxið við ísskápshita og í matvælum með lága vatnsvirkni. Þó ákveðnar gerðir myglusveppa séu notaðar til matargerðar við staðlaðar aðstæður, eins og til dæmis í mygluosta og ýmis vín, getur mygla sem vex villt á matvælum ekki talist holl. Mygla er þó yfirleitt skaðlaus, en hún getur stöku sinnum verið varasöm, þar sem ákveðnar gerðir myglusveppa geta myndað sveppaeitur (e. mycotoxin), sem hafa ýmiss konar eitrunarvirkni, auk þess sem sumir myglusveppir framkalla ofnæmisviðbrögð og öndunarerfiðleika hjá viðkvæmum einstaklingum.

Ef mygla er sýnileg á matvælum er almennt ráðlagt að henda viðkomandi matvæli.

Eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið nefnist aflatoxín og er það framleitt af sveppunum Aspergillus flavus og Aspergillus parasiticus. Dýratilraunir hafa sýnt að aflatoxín getur verið banvænt í háum skömmtum, og í rottum er þetta eitt mest krabbameinsvaldandi efni sem þekkt er. Enn eru áhrif aflatoxíns á menn ekki að fullu þekkt, en vísbendingar eru um að menn séu einnig næmir fyrir þessu eitri. Aflatoxín getur verið að finna í ýmsum matvælum, yfirleitt í mjög smáum og óskaðlegum skömmtum, til dæmis í hnetum og kornmeti.

Ef mygla er sýnileg á matvælum er almennt ráðlagt að henda viðkomandi matvæli. Ef matvælið er þétt í sér og hart, eins og til dæmis harðir ostar, ætti þó að vera í lagi að skera mygluna í burtu, en þá þarf að gæta þess að hnífurinn sem notaður er til að skera mygluna burt komist ekki í snertingu við sjálfa mygluna til að koma í veg fyrir krossmengun.

Að lokum má geta þess að sýklalyfið penisilín er framleitt af myglusveppum af ættkvíslinni Penicillium. Var sýkladrepandi virkni þess uppgötvuð fyrir tilviljun á fyrri hluta síðustu aldar, þegar æti með sýklarækt mengaðist óvart af sveppinum.

Mynd:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

5.12.2002

Síðast uppfært

1.9.2021

Spyrjandi

Árni Gestsson

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Getur verið hollt að borða myglaðan mat?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2937.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2002, 5. desember). Getur verið hollt að borða myglaðan mat? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2937

Björn Sigurður Gunnarsson. „Getur verið hollt að borða myglaðan mat?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2937>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur verið hollt að borða myglaðan mat?
Mygla er þráðlaga sveppur eða sveppflóki, sem getur vaxið hratt og náð yfir nokkurra sentímetra svæði á stuttum tíma, um það bil tveimur til þremur dögum. Mygla er þolnari en flestar aðrar örverur og getur meðal annars vaxið við ísskápshita og í matvælum með lága vatnsvirkni. Þó ákveðnar gerðir myglusveppa séu notaðar til matargerðar við staðlaðar aðstæður, eins og til dæmis í mygluosta og ýmis vín, getur mygla sem vex villt á matvælum ekki talist holl. Mygla er þó yfirleitt skaðlaus, en hún getur stöku sinnum verið varasöm, þar sem ákveðnar gerðir myglusveppa geta myndað sveppaeitur (e. mycotoxin), sem hafa ýmiss konar eitrunarvirkni, auk þess sem sumir myglusveppir framkalla ofnæmisviðbrögð og öndunarerfiðleika hjá viðkvæmum einstaklingum.

Ef mygla er sýnileg á matvælum er almennt ráðlagt að henda viðkomandi matvæli.

Eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið nefnist aflatoxín og er það framleitt af sveppunum Aspergillus flavus og Aspergillus parasiticus. Dýratilraunir hafa sýnt að aflatoxín getur verið banvænt í háum skömmtum, og í rottum er þetta eitt mest krabbameinsvaldandi efni sem þekkt er. Enn eru áhrif aflatoxíns á menn ekki að fullu þekkt, en vísbendingar eru um að menn séu einnig næmir fyrir þessu eitri. Aflatoxín getur verið að finna í ýmsum matvælum, yfirleitt í mjög smáum og óskaðlegum skömmtum, til dæmis í hnetum og kornmeti.

Ef mygla er sýnileg á matvælum er almennt ráðlagt að henda viðkomandi matvæli. Ef matvælið er þétt í sér og hart, eins og til dæmis harðir ostar, ætti þó að vera í lagi að skera mygluna í burtu, en þá þarf að gæta þess að hnífurinn sem notaður er til að skera mygluna burt komist ekki í snertingu við sjálfa mygluna til að koma í veg fyrir krossmengun.

Að lokum má geta þess að sýklalyfið penisilín er framleitt af myglusveppum af ættkvíslinni Penicillium. Var sýkladrepandi virkni þess uppgötvuð fyrir tilviljun á fyrri hluta síðustu aldar, þegar æti með sýklarækt mengaðist óvart af sveppinum.

Mynd:...