Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?

Ulrika Andersson

Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf að geta skrifað jafn vel hvernig sem hann snýr. En auk þess þolir venjulegt blek ekki mikinn kulda því að þá frýs það, og ekki mikinn hita því að þá gufar það upp og þornar. Þegar Bandaríkjamenn fóru fyrst út í geiminn notuðu þeir því oftast blýanta til að skrifa.

Á sjöunda áratugnum þegar Bandaríkjamenn fóru að þróa geimflaugar sem áttu að fara til tunglsins fékk pennaframleiðandinn og uppfinningamaðurinn Paul Fisher það verkefni að þróa penna sem átti að vera hægt að nota í geimferðum. Penninn sem hann þróaði gekkst undir fjölmörg próf í um tvö ár áður enn NASA samþykkti hann. Hann var í fyrstu skipti notaður í Apollo 7 árið 1968.



Geimpenninn eða Fishers Space Pen eins og hann er kallaður, er alveg lokaður og í honum er hylki með nokkurs konar seigu bleki sem líkist tyggjói. Aftast í honum er köfnunarefni sem hefur verið þjappað saman og þrýstir það á blekið sem færist fram að kúlunni. Því er hægt að skrifa með pennanum í þyngdarleysi. Þetta blek þolir miklar hitabreytingar og þornar heldur ekki því að hylkið er loftþétt. Geimpenninn skrifar á alls konar efni hvort sem það er gljáandi, skítugt eða rakt. Þess vegna hefur uppfinningin einnig vakið áhuga hjá öðrum sem hafa þörf fyrir penna sem þola margt, til dæmis í flughernum og meðal kafara og fjallgöngumanna. Bandaríkjamenn og Rússar nota enn geimpenna Fishers í mönnuðum geimferðum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd af penna er fengin af heimasíðu Fisher Space Pen

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

4.4.2002

Spyrjandi

Sævar Þór Halldórsson f. 1985

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2264.

Ulrika Andersson. (2002, 4. apríl). Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2264

Ulrika Andersson. „Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2264>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?
Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf að geta skrifað jafn vel hvernig sem hann snýr. En auk þess þolir venjulegt blek ekki mikinn kulda því að þá frýs það, og ekki mikinn hita því að þá gufar það upp og þornar. Þegar Bandaríkjamenn fóru fyrst út í geiminn notuðu þeir því oftast blýanta til að skrifa.

Á sjöunda áratugnum þegar Bandaríkjamenn fóru að þróa geimflaugar sem áttu að fara til tunglsins fékk pennaframleiðandinn og uppfinningamaðurinn Paul Fisher það verkefni að þróa penna sem átti að vera hægt að nota í geimferðum. Penninn sem hann þróaði gekkst undir fjölmörg próf í um tvö ár áður enn NASA samþykkti hann. Hann var í fyrstu skipti notaður í Apollo 7 árið 1968.



Geimpenninn eða Fishers Space Pen eins og hann er kallaður, er alveg lokaður og í honum er hylki með nokkurs konar seigu bleki sem líkist tyggjói. Aftast í honum er köfnunarefni sem hefur verið þjappað saman og þrýstir það á blekið sem færist fram að kúlunni. Því er hægt að skrifa með pennanum í þyngdarleysi. Þetta blek þolir miklar hitabreytingar og þornar heldur ekki því að hylkið er loftþétt. Geimpenninn skrifar á alls konar efni hvort sem það er gljáandi, skítugt eða rakt. Þess vegna hefur uppfinningin einnig vakið áhuga hjá öðrum sem hafa þörf fyrir penna sem þola margt, til dæmis í flughernum og meðal kafara og fjallgöngumanna. Bandaríkjamenn og Rússar nota enn geimpenna Fishers í mönnuðum geimferðum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd af penna er fengin af heimasíðu Fisher Space Pen

...