Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2031 svör fundust
Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?
Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...
Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?
Sé litið til síðustu 10 ára hefur ekki dregið úr árlegum heildarfjölda fæðinga. Á Íslandi hefur fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu samt aldrei verið minni en síðasta áratuginn, en á þessu tímabili eignuðust konur að meðaltali um 1,9-2,1 barn á lífsleiðinni. Til að skilja betur hvað býr að baki fæðingartíðni er ...
Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...
Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt?
Mænusótt (e. polio) er einnig kölluð lömunarveiki eða mænuveiki og er smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar. Smit berst oftast manna á milli með saurgerlum sem komast í snertingu við munn og meltingarveg, til dæmis gegnum mengað vatn. Einkenni eru í sumum tilfellum væg og um 90% þeirra sem smitast eru einkennalaus...
Getur þú frætt mig um flóðhesta?
Núlifandi flóðhestum er skipt í tvær tegundir, eiginlegan flóðhest (Hippopotamus amphibius) og dvergflóðhest (Choeropsis liberiensis). Stærðarmunurinn á þessum tegundum er mikill, eiginlegir flóðhestar eru meðal alstærstu landspendýra og geta orðið allt að 3,6 tonn að þyngd en dvergflóðhestar vega aðeins um 250 kg...
Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?
Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...
Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...
Stökkbreytast veirur hraðar en flóknar lífverur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Eru stökkbreytingar hraðari hjá veirum sem hafa fá gen, en hjá flóknari lífverum með fleiri gen? Erfðaefni flytur upplýsingar um byggingu og eiginleika lífvera milli kynslóða. Mikill munur er á stærð erfðamengja ólíkra lífvera og forma. Laukar hafa 30 milljarða basa í hverri f...
Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?
Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á sjávarstöðu?
Okkur kann að finnast að spegilsléttur sjávarflöturinn sé algjörlega láréttur. Meðalsjávarborð liggur hins vegar nærri því sem kallast jafnmættisflötur í þyngdarsviði jarðar. Oft er talað um jörðina eins og hún sé kúlulaga hnöttur, en hún er í raun sporvölulaga, aðeins breiðari um sig um miðbaug en pólana. Jafnmæ...
Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?
Við hönnun og lagningu á íslenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðarhúss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mannvirkið. Upplýsingar um leyfilegar fjarlægðir má meðal annars finna ...
Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?
Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....
Hvort er réttara að tala um uppreisn æru eða uppreist æru?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Mikið finnst mér orðið sem er notað núna „uppreist æru“ undarlegt. Væri ekki betra að segja „uppreist æra“ eða að menn fái „uppreista æru“? Ég hef aldrei heyrt þetta notað svona. Alltaf „uppreisn æru“. Í íslensku lagamáli er talað um „uppreist æru“. Þetta á einkum v...