Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt?

Þórdís Kristinsdóttir

Mænusótt (e. polio) er einnig kölluð lömunarveiki eða mænuveiki og er smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar. Smit berst oftast manna á milli með saurgerlum sem komast í snertingu við munn og meltingarveg, til dæmis gegnum mengað vatn. Einkenni eru í sumum tilfellum væg og um 90% þeirra sem smitast eru einkennalausir, en ef veiran berst í blóðrás verða einkenni alvarlegri. Í innan við 1% tilvika berst veiran í miðtaugakerfið og skaðar þá hreyfitaugunar og veldur þannig lömun og jafnvel dauða. Engin lækning er til við mænusótt. Áður fyrr var þetta mjög algengur sjúkdómur. Eftir að bóluefni gegn mænusótt kom fram árið 1955 hefur henni aftur á móti nánast verið útrýmt í heiminum.

Bólusetning er ónæmisaðgerð sem er gerð í fyrirbyggjandi skyni til þess að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm. Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum, eða innihalda efni sem finnast í þessum sýklum.

Þegar sýkill kemst inn í líkamann fjölgar hann sér og ræðst á vefi og veldur þannig veikindum. Ónæmiskerfið bregst við sýkingunni með því að ákveðnar frumur þekkja sýkilinn og ráðast gegn honum, auk þess sem þær virkja sérstakar eitilfrumur sem hefja að framleiða mótefni gegn honum. Hversu vel mótefnin ráða við sýkilinn, og hvort hann nær að valda veikindum, fer eftir styrk ónæmissvarsins. Þegar fólk veikist vegna sýkils verður hluti þessara mótefnisframleiðandi frumna að minnisfrumum sem lifa áfram í líkamanum. Þegar að sami sýkill kemur aftur í líkamann síðar þekkja minnisfrumurnar hann strax, fjölga sér og byrja að framleiða mótefni.

Bólusett er oftar en einu sinni við sumum sjúkdómum til að viðhalda ónæmi eða efla ónæmissvarið.

Bóluefni mynda ónæmi hjá manneskju með því að líkja eftir sýkingu sem viðkomandi sýkill veldur. Þau valda nógu sterku svari til að mynda mótefni gegn sýklinum, en ekki til að valda sjúkdómnum sjálfum. Bóluefnið kallar fram sömu viðbrögð hjá ónæmiskerfinu og við raunverulega sýklinum, það er eitilfrumur mynda mótefni gegn sýklinum og síðan minnisfrumur. Minnisfrumurnar þekkja þá sýkilinn berist hann í líkamann seinna og geta ráðið niðurlögum hans áður en hann nær að valda sjúkdómi. Þegar sýkill kemur inn í líkamann í fyrsta sinn tekur það ónæmiskerfið tvær til þrjár vikur að ná hámarksvirkni. Ef sami sýkill birtist aftur tekur það aðeins tvo til þrjá daga að ná hámarkssvörun og svarið er þá einnig sterkara. Meginmarkmiðið með bólusetningu er einmitt þetta, að styrkja og hraða ónæmissvari við tilteknum sýkli. Stundum getur bólusetning valdið vægum einkennum, svo sem hita. Þetta eru eðlileg viðbrögð og hluti þess að líkaminn byggir upp ónæmi.

Bólusett er fyrir mænusótt við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur og síðan aftur um 14 ára aldur. Ástæðurnar fyrir því að bólusett er svona oft eru í megindráttum tvær. Í fyrsta lagi er ónæmiskerfið ekki fullþroskað við fæðingu. Fóstur fá mótefni frá móður í gegnum fylgju sem verja þau gegn mörgum sjúkdómum, en þau fara úr blóði á fyrsta aldursári. Börn fá ákveðin mótefni úr móðurmjólk og því er æskilegt að börn fái brjóst, sérstaklega á aldrinum þriggja til tólf mánaða þegar mótefni frá fylgju eru horfin úr líkamanum og börnin eru ekki farin að framleiða nógu mikið sjálf. Þessi mótefni duga þó ekki gegn öllum sýkingum. Ónæmiskerfi barna er auk þess ekki nógu þroskað til að geta myndað minni gegn sýklum og því er nauðsynlegt að bólusetja oft fyrstu mánuðina og árin til að viðhalda ónæminu.

Í öðru lagi er bólusett oftar en einu sinni við sumum sjúkdómum til þess að efla og styrkja ónæmissvarið enn frekar. Sumar bólusetningar veita ónæmi fyrir lífstíð en aðrar ekki og því þarf að gefa svokallað „búst“ til að efla ónæmissvarið. Tilgangurinn með þessu er að fjölga minnisfrumum og efla þannig varnir líkamans. Sumar sýkingar dreifa sér mjög hratt um líkamann og valda sjúkdómi og því fleiri minnisfrumur sem eru í líkamanum sem þekkja þennan sýkil, því líklegra er að þær nái að ráða niðurlögum hans áður en hann veldur sjúkdómi.

Í tilfelli mænusóttar eru þetta því ástæðurnar fyrir því að bólusett er svona oft. Ung börn geta ekki myndað nægilegt magn mótefna sjálf og geta ekki myndað minni gegn sýklum og þurfa því að fá utanaðkomandi aðstoð í gegnum bólusetningu. Síðasta bólusetningin við 14 ára aldur er síðan svokallað „búst“ sem styrkir ónæmissvarið við þessum ákveðna sýkli með því að fjölga enn minnisfrumum og hraða þannig svari.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.11.2012

Spyrjandi

Ísak Sölvi Ingvaldsson, f. 1999

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60717.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 6. nóvember). Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60717

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fer maður svona oft í bólusetningu gegn mænusótt?
Mænusótt (e. polio) er einnig kölluð lömunarveiki eða mænuveiki og er smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar. Smit berst oftast manna á milli með saurgerlum sem komast í snertingu við munn og meltingarveg, til dæmis gegnum mengað vatn. Einkenni eru í sumum tilfellum væg og um 90% þeirra sem smitast eru einkennalausir, en ef veiran berst í blóðrás verða einkenni alvarlegri. Í innan við 1% tilvika berst veiran í miðtaugakerfið og skaðar þá hreyfitaugunar og veldur þannig lömun og jafnvel dauða. Engin lækning er til við mænusótt. Áður fyrr var þetta mjög algengur sjúkdómur. Eftir að bóluefni gegn mænusótt kom fram árið 1955 hefur henni aftur á móti nánast verið útrýmt í heiminum.

Bólusetning er ónæmisaðgerð sem er gerð í fyrirbyggjandi skyni til þess að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm. Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum, eða innihalda efni sem finnast í þessum sýklum.

Þegar sýkill kemst inn í líkamann fjölgar hann sér og ræðst á vefi og veldur þannig veikindum. Ónæmiskerfið bregst við sýkingunni með því að ákveðnar frumur þekkja sýkilinn og ráðast gegn honum, auk þess sem þær virkja sérstakar eitilfrumur sem hefja að framleiða mótefni gegn honum. Hversu vel mótefnin ráða við sýkilinn, og hvort hann nær að valda veikindum, fer eftir styrk ónæmissvarsins. Þegar fólk veikist vegna sýkils verður hluti þessara mótefnisframleiðandi frumna að minnisfrumum sem lifa áfram í líkamanum. Þegar að sami sýkill kemur aftur í líkamann síðar þekkja minnisfrumurnar hann strax, fjölga sér og byrja að framleiða mótefni.

Bólusett er oftar en einu sinni við sumum sjúkdómum til að viðhalda ónæmi eða efla ónæmissvarið.

Bóluefni mynda ónæmi hjá manneskju með því að líkja eftir sýkingu sem viðkomandi sýkill veldur. Þau valda nógu sterku svari til að mynda mótefni gegn sýklinum, en ekki til að valda sjúkdómnum sjálfum. Bóluefnið kallar fram sömu viðbrögð hjá ónæmiskerfinu og við raunverulega sýklinum, það er eitilfrumur mynda mótefni gegn sýklinum og síðan minnisfrumur. Minnisfrumurnar þekkja þá sýkilinn berist hann í líkamann seinna og geta ráðið niðurlögum hans áður en hann nær að valda sjúkdómi. Þegar sýkill kemur inn í líkamann í fyrsta sinn tekur það ónæmiskerfið tvær til þrjár vikur að ná hámarksvirkni. Ef sami sýkill birtist aftur tekur það aðeins tvo til þrjá daga að ná hámarkssvörun og svarið er þá einnig sterkara. Meginmarkmiðið með bólusetningu er einmitt þetta, að styrkja og hraða ónæmissvari við tilteknum sýkli. Stundum getur bólusetning valdið vægum einkennum, svo sem hita. Þetta eru eðlileg viðbrögð og hluti þess að líkaminn byggir upp ónæmi.

Bólusett er fyrir mænusótt við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur og síðan aftur um 14 ára aldur. Ástæðurnar fyrir því að bólusett er svona oft eru í megindráttum tvær. Í fyrsta lagi er ónæmiskerfið ekki fullþroskað við fæðingu. Fóstur fá mótefni frá móður í gegnum fylgju sem verja þau gegn mörgum sjúkdómum, en þau fara úr blóði á fyrsta aldursári. Börn fá ákveðin mótefni úr móðurmjólk og því er æskilegt að börn fái brjóst, sérstaklega á aldrinum þriggja til tólf mánaða þegar mótefni frá fylgju eru horfin úr líkamanum og börnin eru ekki farin að framleiða nógu mikið sjálf. Þessi mótefni duga þó ekki gegn öllum sýkingum. Ónæmiskerfi barna er auk þess ekki nógu þroskað til að geta myndað minni gegn sýklum og því er nauðsynlegt að bólusetja oft fyrstu mánuðina og árin til að viðhalda ónæminu.

Í öðru lagi er bólusett oftar en einu sinni við sumum sjúkdómum til þess að efla og styrkja ónæmissvarið enn frekar. Sumar bólusetningar veita ónæmi fyrir lífstíð en aðrar ekki og því þarf að gefa svokallað „búst“ til að efla ónæmissvarið. Tilgangurinn með þessu er að fjölga minnisfrumum og efla þannig varnir líkamans. Sumar sýkingar dreifa sér mjög hratt um líkamann og valda sjúkdómi og því fleiri minnisfrumur sem eru í líkamanum sem þekkja þennan sýkil, því líklegra er að þær nái að ráða niðurlögum hans áður en hann veldur sjúkdómi.

Í tilfelli mænusóttar eru þetta því ástæðurnar fyrir því að bólusett er svona oft. Ung börn geta ekki myndað nægilegt magn mótefna sjálf og geta ekki myndað minni gegn sýklum og þurfa því að fá utanaðkomandi aðstoð í gegnum bólusetningu. Síðasta bólusetningin við 14 ára aldur er síðan svokallað „búst“ sem styrkir ónæmissvarið við þessum ákveðna sýkli með því að fjölga enn minnisfrumum og hraða þannig svari.

Heimildir:

Mynd:...