Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 29 svör fundust
Er ennþá hægt að veikjast af berklum?
Berklar eru smitsjúkdómur sem fólk getur enn veikst af og í raun eru berklar algengur sjúkdómur í löndum þar sem heilsugæsla er ekki góð, til dæmis í Afríku. Sýklarnir sem valda berklum komast inn í líkama okkar við öndum og berast þaðan um líkamann með blóðrásinni. Oftast valda þeir sjúkdómi í lungunum en geta ei...
Hvað eru til margar tegundir af kvefi?
Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem geta valdið kvefeinkennum enda er kvef einn algengasti smitsjúkdómur heims. Ekki er óalgengt að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Það hversu margar veiru valda kvefi gerir það að verkum að við verðum ekki ónæm fyrir því eins o...
Hvað er apabóla?
Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...
Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?
Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...
Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?
Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1 Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn er...
Hvers konar faraldur var SARS og er vitað af hverju SARS-CoV-veiran hvarf?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt um SARS-faraldurinn sem gekk yfir 2002-2004 og af hverju hvarf veiran? Veiran SARS-CoV er ein af sjö kórónuveirum sem getur sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeir...
Hvernig barst riðuveiki til Íslands?
Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var hingað frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar áttir með hrútum undan hinum enska hrúti, sem var af nýju og spennandi kyni. Veikin virtist ekki smitandi í fyrstu. Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 7...
Hvað eru berklar?
Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er...
Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?
Hér er einnig að finna svör við spurningu Berglindar Kristinsdóttur, Í hvaða matvælum finnst smitefnið sem veldur kúariðu og spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?Á undanförnum árum og áratugum hafa greinst sérkennilegir smitandi hrörnunarsjúkdómar í miðtaugaker...
Hvað er skarlatssótt?
Skarlatssótt er sjúkdómur sem orsakast af keðjukokkabakteríu (Streptococcus) af flokki A. Sú baktería veldur einnig hálsbólgunni sem margir kalla einfaldlega streptókokka. Skarlatssótt er algengust hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri og fylgir stundum áðurnefndri hálsbólgu. Bakterían sem veldur skarlatssótt...
Er til lyf við bólusótt?
Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg...
Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?
Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...
Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?
MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...
Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd?
Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar en hvönnin var notuð á Íslandi allt frá landnámi. Ætihvönnin var vel þekkt meðal fyrstu landnema á Íslandi. Auk þess að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur meðal norrænna manna. Ætihvönn óx einnig s...
Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?
Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að börnin veikist af sjúkdómnum sem bólusett er g...