Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?

Þuríður Árnadóttir

Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur.

Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af lofti þá skreppur það saman eins og blaðra þegar loft fer úr henni. Er þá gjarnan talað um samfallið lunga. Fyrir daga berklalyfja fólust læknisaðgerðir annars vegar í því að auka mótstöðu hýsils (sjúklings) og hins vegar í því að þrengja að sýklunum. Alger hvíld, gott fæði og útiloft voru liðir í því að byggja sjúklinginn upp. Jafnvel lungað sjálft var „hvílt“, en það mun hafa verið upprunalegur tilgangur með því að fella saman lunga. Auk þess var hugmyndin sú að við það að lungað félli saman, lokaðist berklaholan en þar höfðust sýklarnir við.



Notaðar voru ýmsar aðferðir til þess að fella saman lunga. Leikmenn töluðu gjarnan um að berklasjúklingar væru „blásnir“, „brenndir“ og „höggnir“. Ein aðferðin var að klemma taug til þindarinnar og blása lofti í kviðinn. Við þetta þrýstist þindin upp á við og umfang lungans minnkaði. Önnur aðferð var að blása lofti í brjósthimnuna sem umlykur lungað, svo lungað sjálft félli að hluta til eða alveg saman. Þessar aðgerðir þurfti að endurtaka reglulega því taugin jafnaði sig og loftið hvarf smám saman. Í tilfellum þar sem samvextir í brjósthimnu komu í veg fyrir að hægt væri að „blása“ í hana, var reynt að brenna samvextina í burtu með þar til gerðu áhaldi. Þetta var áhættusöm aðgerð.

Þegar um erfið tilfelli var að ræða voru rifbein fjarlægð í þeim tilgangi að fella saman lungað til frambúðar. Þetta voru erfiðar aðgerðir og sjúklingurinn sat eftir með varanlegt lýti, innfallinn brjóstkassa og jafnvel hryggskekkju. Hins vegar báru þessar aðgerðir gjarnan tilætlaðan árangur: berklaholur féllu saman, hrákinn „hreinsaðist“ og sjúklingurinn lifði af.

Þetta þykja flestum frumstæðar aðferðir í dag. Sú staðreynd að á okkar tímum skuli í vaxandi mæli vera gripið til skurðhnífs í þeim tilgangi að fjarlægja lungu eða hluta þeirra í baráttu við lyfjaþolna berklasýkla má segja að sé öfug þróun innan læknisfræðinnar. Við erum óneitanlega minnt á að vísindarannsóknir eins og lyfjaþróun eru að hluta til unnar fyrir gýg ef framkvæmd lyfjameðferðar bregst. Tilkoma alnæmisveirunnar og áhrif alnæmisfaraldursins á tíðni berkla í fátækum löndum, og þar af leiðandi á heimsvísu, hefur opnað augu manna fyrir því hversu mikilvægt er að slá ekki slöku við varðandi framkvæmdaþáttinn.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru berklar?

Myndin er fengin af vefsetrinu Tuberculosis.

Höfundur

læknir, Landlæknisembættið - sóttvarnarsvið

Útgáfudagur

10.10.2002

Spyrjandi

Laufey Broddadóttir

Tilvísun

Þuríður Árnadóttir. „Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?“ Vísindavefurinn, 10. október 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2774.

Þuríður Árnadóttir. (2002, 10. október). Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2774

Þuríður Árnadóttir. „Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2774>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?
Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur.

Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af lofti þá skreppur það saman eins og blaðra þegar loft fer úr henni. Er þá gjarnan talað um samfallið lunga. Fyrir daga berklalyfja fólust læknisaðgerðir annars vegar í því að auka mótstöðu hýsils (sjúklings) og hins vegar í því að þrengja að sýklunum. Alger hvíld, gott fæði og útiloft voru liðir í því að byggja sjúklinginn upp. Jafnvel lungað sjálft var „hvílt“, en það mun hafa verið upprunalegur tilgangur með því að fella saman lunga. Auk þess var hugmyndin sú að við það að lungað félli saman, lokaðist berklaholan en þar höfðust sýklarnir við.



Notaðar voru ýmsar aðferðir til þess að fella saman lunga. Leikmenn töluðu gjarnan um að berklasjúklingar væru „blásnir“, „brenndir“ og „höggnir“. Ein aðferðin var að klemma taug til þindarinnar og blása lofti í kviðinn. Við þetta þrýstist þindin upp á við og umfang lungans minnkaði. Önnur aðferð var að blása lofti í brjósthimnuna sem umlykur lungað, svo lungað sjálft félli að hluta til eða alveg saman. Þessar aðgerðir þurfti að endurtaka reglulega því taugin jafnaði sig og loftið hvarf smám saman. Í tilfellum þar sem samvextir í brjósthimnu komu í veg fyrir að hægt væri að „blása“ í hana, var reynt að brenna samvextina í burtu með þar til gerðu áhaldi. Þetta var áhættusöm aðgerð.

Þegar um erfið tilfelli var að ræða voru rifbein fjarlægð í þeim tilgangi að fella saman lungað til frambúðar. Þetta voru erfiðar aðgerðir og sjúklingurinn sat eftir með varanlegt lýti, innfallinn brjóstkassa og jafnvel hryggskekkju. Hins vegar báru þessar aðgerðir gjarnan tilætlaðan árangur: berklaholur féllu saman, hrákinn „hreinsaðist“ og sjúklingurinn lifði af.

Þetta þykja flestum frumstæðar aðferðir í dag. Sú staðreynd að á okkar tímum skuli í vaxandi mæli vera gripið til skurðhnífs í þeim tilgangi að fjarlægja lungu eða hluta þeirra í baráttu við lyfjaþolna berklasýkla má segja að sé öfug þróun innan læknisfræðinnar. Við erum óneitanlega minnt á að vísindarannsóknir eins og lyfjaþróun eru að hluta til unnar fyrir gýg ef framkvæmd lyfjameðferðar bregst. Tilkoma alnæmisveirunnar og áhrif alnæmisfaraldursins á tíðni berkla í fátækum löndum, og þar af leiðandi á heimsvísu, hefur opnað augu manna fyrir því hversu mikilvægt er að slá ekki slöku við varðandi framkvæmdaþáttinn.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru berklar?

Myndin er fengin af vefsetrinu Tuberculosis....