Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skarlatssótt?

Dagur Snær Sævarsson

Skarlatssótt er sjúkdómur sem orsakast af keðjukokkabakteríu (Streptococcus) af flokki A. Sú baktería veldur einnig hálsbólgunni sem margir kalla einfaldlega streptókokka. Skarlatssótt er algengust hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri og fylgir stundum áðurnefndri hálsbólgu. Bakterían sem veldur skarlatssóttinni þrífst í munni og nefi og getur smit annað hvort borist með snertingu við þessa líkamsparta eða snertingu við dropa sem koma frá nefi eða munni.

Einkenni skarlatssóttar eru rauðleitir dílar á bringu og maga sem síðar geta breiðst út um allan líkamann og orðið að stærri útbrotum. Útbrotin eru yfirleitt rauðleitari í nára og handakrikum en annars staðar á líkamanum og eru þesir staðir yfirleitt upphleyptir. Útbrotin hverfa á 2-5 dögum en þá getur húðin á fingrunum og tánum farið að flagna. Svæðið í kringum munninn getur einnig virkað fölleitt. Hálsbólga fylgir iðulega og getur hálsinn verið ansi aumur og jafnvel sjást hvítir eða gulleitir blettir í kokinu. Hiti yfir 38° er algengur og fylgir oft kuldahrollur og slen. Tungan fær hvíta slikju eða skán en verður síðan rauð og með áferð sem minnir á jarðaber.



Meðal einkenna skartatssóttar eru "jarðarberjatunga" og flagnandi húð á höndum og fótum.
Myndir: Scarlet Fever, http://www.dermnet.com.

Til að greina sjúkdóminn þarf að taka stroku úr hálsi og athuga hvort um keðjukokka sé að ræða. Sjúkdómurinn er svo meðhöndlaður með sýklalyfjum. Til að lina verki má drekka heitan vökva, svo sem te eða súpu eða borða íspinna. Einnig er gott að huga að því að sjúklingur þarf nægan vökva og auðvitað hvíld.

Hægt er að draga úr líkum á smiti með því einfaldlega að þvo sér reglulega með volgu sápuvatni, sérstaklega þegar búið er að snerta hluti á almenningsstöðum (innkaupakerrur, handföng í strætó og svo framvegis) og fyrir mat.

Hægt er að lesa meira um skarlatssótt á Doktor.is.

Heimild og myndir:

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

6.12.2007

Spyrjandi

Katrín Sigrún Ágústsdóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er skarlatssótt?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6946.

Dagur Snær Sævarsson. (2007, 6. desember). Hvað er skarlatssótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6946

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er skarlatssótt?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6946>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er skarlatssótt?
Skarlatssótt er sjúkdómur sem orsakast af keðjukokkabakteríu (Streptococcus) af flokki A. Sú baktería veldur einnig hálsbólgunni sem margir kalla einfaldlega streptókokka. Skarlatssótt er algengust hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri og fylgir stundum áðurnefndri hálsbólgu. Bakterían sem veldur skarlatssóttinni þrífst í munni og nefi og getur smit annað hvort borist með snertingu við þessa líkamsparta eða snertingu við dropa sem koma frá nefi eða munni.

Einkenni skarlatssóttar eru rauðleitir dílar á bringu og maga sem síðar geta breiðst út um allan líkamann og orðið að stærri útbrotum. Útbrotin eru yfirleitt rauðleitari í nára og handakrikum en annars staðar á líkamanum og eru þesir staðir yfirleitt upphleyptir. Útbrotin hverfa á 2-5 dögum en þá getur húðin á fingrunum og tánum farið að flagna. Svæðið í kringum munninn getur einnig virkað fölleitt. Hálsbólga fylgir iðulega og getur hálsinn verið ansi aumur og jafnvel sjást hvítir eða gulleitir blettir í kokinu. Hiti yfir 38° er algengur og fylgir oft kuldahrollur og slen. Tungan fær hvíta slikju eða skán en verður síðan rauð og með áferð sem minnir á jarðaber.



Meðal einkenna skartatssóttar eru "jarðarberjatunga" og flagnandi húð á höndum og fótum.
Myndir: Scarlet Fever, http://www.dermnet.com.

Til að greina sjúkdóminn þarf að taka stroku úr hálsi og athuga hvort um keðjukokka sé að ræða. Sjúkdómurinn er svo meðhöndlaður með sýklalyfjum. Til að lina verki má drekka heitan vökva, svo sem te eða súpu eða borða íspinna. Einnig er gott að huga að því að sjúklingur þarf nægan vökva og auðvitað hvíld.

Hægt er að draga úr líkum á smiti með því einfaldlega að þvo sér reglulega með volgu sápuvatni, sérstaklega þegar búið er að snerta hluti á almenningsstöðum (innkaupakerrur, handföng í strætó og svo framvegis) og fyrir mat.

Hægt er að lesa meira um skarlatssótt á Doktor.is.

Heimild og myndir:

...