Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?

Stefán Hrafn Jónsson

Sé litið til síðustu 10 ára hefur ekki dregið úr árlegum heildarfjölda fæðinga. Á Íslandi hefur fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu samt aldrei verið minni en síðasta áratuginn, en á þessu tímabili eignuðust konur að meðaltali um 1,9-2,1 barn á lífsleiðinni.


Til að skilja betur hvað býr að baki fæðingartíðni er gott að byrja á að fjalla örlítið um fjölda fæðinga. Íslendingar búa yfir góðum heimildum um fæðingar og fæðingartíðni bæði nú og fyrr á öldum. Fæðingartölum eru gerð góð skil í útgáfum Hagstofu Íslands, meðal annars á vef stofnunarinnar. Á árunum 1871-1875 fæddust lifandi að meðaltali 2037 börn á ári. Þar af voru örlítið fleiri drengir en stúlkur eða 1040 drengir og 998 stúlkur. Árið 2004 fæddust alls 4234 lifandi börn, mun fleiri en rúmri öld áður. Flest börn fæddust árið 1960 eða 4916 börn.

Fjöldi fæðinga meðal þjóða ákvarðast að stórum hluta af því hversu fjölmenn viðkomandi þjóð er. Fæðingartala eða fæðingartíðni er þar af leiðandi reiknuð með því að deila fjölda fæðinga á tilteknu ári með meðalfjölda íbúa sama árs. Þannig var fæðingartalan á Íslandi árin 1851-1860 að meðaltali 38,7 fæðingar á hverja 1000 íbúa. Samsvarandi tala árið 2004 var 14,5 lifandi fædd börn á hverja 1000 íbúa. Meðalfjöldi fæðinga á ári var því minni á síðari hluta 19. aldar en árið 2004, en í fyrra tilvikinu voru fæðingar á hvern íbúa samt sem áður fleiri.

Að deila fæðingum með fjölda íbúa þykir heldur óheppileg aðferð til að bera saman fæðingar yfir langt tímabil eða á milli landa. Ástæðan er aðallega sú að mismunandi aldurs- og kynjasamsetning mannfjöldans hefur mikil áhrif á fjölda barna sem fæðast á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að þó að hver kona á barnseignaraldri eignist að jafnaði fá börn getur fæðingartala í tilteknu landi verið há ef hlutfallslega stór hluti þjóðarinnar eru konur á þessu aldursbili. Á hinn bóginn getur ríki þar sem konur á barnseignaraldri eru lítill hluti heildarfjöldans haft lága fæðingartölu, jafnvel þótt hver kona eignist að jafnaði mörg börn.

Til að bregðast við þessum vanda í samanburði á milli þjóða reikna lýðfræðingar út aldursbundna fæðingartíðni. Þá er fjölda lifandi fæddra barna þar sem móðirin er á tilteknum aldri (til dæmis 25 ára) deilt með fjölda kvenna á þessum sama aldri. Með því að leggja saman aldursbundna fæðingartíðni fyrir alla aldursflokka má fá meðalfjölda lifandi fæddra barna fyrir hverja konu (ef gert er ráð fyrir að fæðingartíðni haldist óbreytt yfir barnsburðaraldur hennar). Þessi heildarfæðingartíðni (e. total fertility rate, TFR) er algengasti mælikvarðinn á fjölda fæðinga þar sem hún tekur tillit til aldurssamsetningar og fólksfjölda. Þegar heildarfæðingartíðnin er skoðuð sést að síðustu áratugi hafa íslenskar konur eignast tiltölulega fá börn sé miðað við fæðingartíðni síðustu 150 árin. Þrátt fyrir þetta er heildarfæðingartíðni á Íslandi ein sú hæsta í Evrópu.

Tafla 1. Fjöldi fæðinga, fæðingartala og heildarfæðingartíðni á Íslandi.

Ár Fjöldi fæðinga Fæðingartala

Fjöldi fæðinga á hverja 1000 íbúa
Heildarfæðingartíðni

Lifandi fædd börn á ævi hverrar konu
2005 4280 - 2,052
2004 4234 14,5 2,033
2003 4143 14,3 1,990
2002 4049 14,1 1,932
2001 4091 14,4 1,948
2000 4315 15,3 2,076
1999 4100 14,8 1,994
1998 4178 15,3 2,048
1997 4151 15,3 2,040
1996 4329 16,1 2,119
1995 4280 16,0 2,080
1994 4442 16,7 2,143
1993 4623 17,5 2,222
...
1983 4371 17,8* 2,243
...
1960 4916 28,1* 4,265
...
1858 2586* 38,7* 5,687

- Tölur ekki birtar

* Fimm ára meðaltal

Sjá einnig: Hvað búa mörg börn á Íslandi? eftir Stefán Hrafn Jónsson.

Heimild: Hagtíðindi, Fæðingar á Íslandi 1871-2004. Birt á vef Hagstofu Íslands.

Mynd: Expecting. Flickr.com. Höfundur myndar er Stef Lewandowski. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

félags- og lýðfræðingur

Útgáfudagur

30.11.2006

Spyrjandi

Ásta María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Stefán Hrafn Jónsson. „Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6415.

Stefán Hrafn Jónsson. (2006, 30. nóvember). Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6415

Stefán Hrafn Jónsson. „Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6415>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur fæðingartíðni breyst gegnum árin?
Sé litið til síðustu 10 ára hefur ekki dregið úr árlegum heildarfjölda fæðinga. Á Íslandi hefur fjöldi fæðinga á ævi hverrar konu samt aldrei verið minni en síðasta áratuginn, en á þessu tímabili eignuðust konur að meðaltali um 1,9-2,1 barn á lífsleiðinni.


Til að skilja betur hvað býr að baki fæðingartíðni er gott að byrja á að fjalla örlítið um fjölda fæðinga. Íslendingar búa yfir góðum heimildum um fæðingar og fæðingartíðni bæði nú og fyrr á öldum. Fæðingartölum eru gerð góð skil í útgáfum Hagstofu Íslands, meðal annars á vef stofnunarinnar. Á árunum 1871-1875 fæddust lifandi að meðaltali 2037 börn á ári. Þar af voru örlítið fleiri drengir en stúlkur eða 1040 drengir og 998 stúlkur. Árið 2004 fæddust alls 4234 lifandi börn, mun fleiri en rúmri öld áður. Flest börn fæddust árið 1960 eða 4916 börn.

Fjöldi fæðinga meðal þjóða ákvarðast að stórum hluta af því hversu fjölmenn viðkomandi þjóð er. Fæðingartala eða fæðingartíðni er þar af leiðandi reiknuð með því að deila fjölda fæðinga á tilteknu ári með meðalfjölda íbúa sama árs. Þannig var fæðingartalan á Íslandi árin 1851-1860 að meðaltali 38,7 fæðingar á hverja 1000 íbúa. Samsvarandi tala árið 2004 var 14,5 lifandi fædd börn á hverja 1000 íbúa. Meðalfjöldi fæðinga á ári var því minni á síðari hluta 19. aldar en árið 2004, en í fyrra tilvikinu voru fæðingar á hvern íbúa samt sem áður fleiri.

Að deila fæðingum með fjölda íbúa þykir heldur óheppileg aðferð til að bera saman fæðingar yfir langt tímabil eða á milli landa. Ástæðan er aðallega sú að mismunandi aldurs- og kynjasamsetning mannfjöldans hefur mikil áhrif á fjölda barna sem fæðast á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að þó að hver kona á barnseignaraldri eignist að jafnaði fá börn getur fæðingartala í tilteknu landi verið há ef hlutfallslega stór hluti þjóðarinnar eru konur á þessu aldursbili. Á hinn bóginn getur ríki þar sem konur á barnseignaraldri eru lítill hluti heildarfjöldans haft lága fæðingartölu, jafnvel þótt hver kona eignist að jafnaði mörg börn.

Til að bregðast við þessum vanda í samanburði á milli þjóða reikna lýðfræðingar út aldursbundna fæðingartíðni. Þá er fjölda lifandi fæddra barna þar sem móðirin er á tilteknum aldri (til dæmis 25 ára) deilt með fjölda kvenna á þessum sama aldri. Með því að leggja saman aldursbundna fæðingartíðni fyrir alla aldursflokka má fá meðalfjölda lifandi fæddra barna fyrir hverja konu (ef gert er ráð fyrir að fæðingartíðni haldist óbreytt yfir barnsburðaraldur hennar). Þessi heildarfæðingartíðni (e. total fertility rate, TFR) er algengasti mælikvarðinn á fjölda fæðinga þar sem hún tekur tillit til aldurssamsetningar og fólksfjölda. Þegar heildarfæðingartíðnin er skoðuð sést að síðustu áratugi hafa íslenskar konur eignast tiltölulega fá börn sé miðað við fæðingartíðni síðustu 150 árin. Þrátt fyrir þetta er heildarfæðingartíðni á Íslandi ein sú hæsta í Evrópu.

Tafla 1. Fjöldi fæðinga, fæðingartala og heildarfæðingartíðni á Íslandi.

Ár Fjöldi fæðinga Fæðingartala

Fjöldi fæðinga á hverja 1000 íbúa
Heildarfæðingartíðni

Lifandi fædd börn á ævi hverrar konu
2005 4280 - 2,052
2004 4234 14,5 2,033
2003 4143 14,3 1,990
2002 4049 14,1 1,932
2001 4091 14,4 1,948
2000 4315 15,3 2,076
1999 4100 14,8 1,994
1998 4178 15,3 2,048
1997 4151 15,3 2,040
1996 4329 16,1 2,119
1995 4280 16,0 2,080
1994 4442 16,7 2,143
1993 4623 17,5 2,222
...
1983 4371 17,8* 2,243
...
1960 4916 28,1* 4,265
...
1858 2586* 38,7* 5,687

- Tölur ekki birtar

* Fimm ára meðaltal

Sjá einnig: Hvað búa mörg börn á Íslandi? eftir Stefán Hrafn Jónsson.

Heimild: Hagtíðindi, Fæðingar á Íslandi 1871-2004. Birt á vef Hagstofu Íslands.

Mynd: Expecting. Flickr.com. Höfundur myndar er Stef Lewandowski. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....