Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3181 svör fundust
Er til alíslenskt orð yfir tennis?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...
Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?
Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land. Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á l...
Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...
Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?
Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi. Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur. Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu ...
Hversu margir útskrifuðust með BS-gráðu í tölvunarfæði úr íslenskum háskólum árin 2011-2020?
Tölvunarfræði er kennd við tvo háskóla á Íslandi, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann í Reykjavík (HR). Einnig er hægt að stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri en það er í samstarfi við HR og nemendur eru því skráðir í síðarnefnda skólann. Á árunum 2011-2020 fengu 1.708 nemendur BS-gráðu í tölvunarf...
Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu um hvort að plokkfiskur sé séríslenskur eða hvort við urðum fyrir áhrifum frá öðrum þjóðum? Stutta svarið við spurningunni er að plokkfiskur berst væntanlega til okkar frá Danmörku, enda er orðið sjálft tökuorð úr dönsku. Þar er heitið plukfisk nota...
Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...
Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?
Flestir eru með hár yfir augunum. Sumir sjá ofsjónum yfir hárunum og plokka þau af til að snyrta sig. Stundum getur farið svo að öll hárin hverfa og þá er hægt að teikna hárlínuna aftur á með augnblýanti. Orðið sem við notum yfir þessi hár er augabrún í eintölu og einnig þekkist orðmyndin augnabrún. Í fornu ...
Hverjar eru líkurnar á því að flatfiskurinn silfurbrami verði algengari við Íslandsstrendur í náinni framtíð?
Silfurbrami (Pterycombus brama) er fiskur af bramaætt (Bramidae). Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa veiðst þrjár tegundir af þessari ætt og er stóri bramafiskur (Brama brama) algengastur. Heildaraflinn er þó ekki mikill, aðeins fáein tonn hin síðari ár. Silfurbrami (Pterycombus brama). Fiskar af þessari ...
Hverjum er ekki fisjað saman?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „fisjað"? Notað einu sinni í svari hér á Vísindavefnum: „Okkur er ekki fisjað saman!" Sögnin að fisja er aðeins notuð í orðasambandinu einhverjum er ekki fisjað saman í merkingunni ‘einhver er traustur, sterkbyggður’ sem þekkist frá 19. öld. Einnig kemur fyrir...
Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...
Hver fann upp stærðfræðina?
„Guð fann upp heilu tölurnar, allt annað eru mannanna verk“ er haft eftir Kronecker, einum af höfuðstærðfræðingum 19. aldar. Öll menningarsamfélög hafa einhverja aðferð til að kasta tölu á tiltekinn fjölda. Að þessu leyti mætti segja að enginn hafi fundið upp stærðfræðina heldur sé hún samofin menningunni og af Gu...
Mætti ég fá að vita sem allra mest um afríska villihundinn?
Fyrr á tímum náði útbreiðsla afríska villihundsins (Lycaon pictus) um alla Afríku utan þétts skóglendis og eyðimarka. Í dag takmarkast útbreiðsla hans aðallega við lönd í suðurhluta álfunnar, Namibíu, Botsvana, Mósambík, Zimbabwe, Svasíland og Suður-Afríku. Afríski villihundurinn er meðalstórt rándýr, á bilin...
Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?
Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta. ...
Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?
Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...