Hvað þýðir orðið „fisjað"? Notað einu sinni í svari hér á Vísindavefnum: „Okkur er ekki fisjað saman!"Sögnin að fisja er aðeins notuð í orðasambandinu einhverjum er ekki fisjað saman í merkingunni ‘einhver er traustur, sterkbyggður’ sem þekkist frá 19. öld. Einnig kemur fyrir sagnmyndin fisa, það er einhverjum er ekki fisað saman en hún er sjaldséðari.

Orðasambandið einhverjum er ekki fisjað saman þekkist frá 19. öld í merkingunni ‘einhver er traustur, sterkbyggður’. Sögnin er hugsanlega skyld nafnorðinu fis 'ögn, hismi, rykkorn'.
- Ský, 7. árgangur 2007, 1. tölublað - Timarit.is. (Sótt 7.5.2018).