Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu?

JGÞ

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég er með spurningu um hvort að plokkfiskur sé séríslenskur eða hvort við urðum fyrir áhrifum frá öðrum þjóðum?

Stutta svarið við spurningunni er að plokkfiskur berst væntanlega til okkar frá Danmörku, enda er orðið sjálft tökuorð úr dönsku. Þar er heitið plukfisk notað um sambærilegan rétt sem búinn er til úr afgöngum af soðnum fiski. Heimildir um þann rétt finnast að minnsta kosti frá lokum 18. aldar. Í dönsku matreiðslubókinni Undervisning af unge Fruentimmer, sem kom út 1795 og var þýdd úr þýsku, er uppskrift af plokkfiski. Þar nefnist rétturinn plukkefisk.

Eina elstu heimild um íslenskan plokkfisk er að finna í matreiðslubók Mörtu Maríu Stephensen, Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver fyrir heldri manna Húss-freyjur, sem kom út í Leirárgörðum árið 1800. Þar er uppskrift af plokkfiski[1] sem eldaður er á þann hátt að beinin eru týnd eða plokkuð úr soðnum fiski. Fiskurinn er síðan stappaður í potti og soðinn saman við rjóma, hveiti og smjör. Sem viðbót er lagt til að bæta nokkrum velþvegnum rúsínum í réttinn og einnig að sjóða saman við fiskstöppuna smátt skornar gulrætur.

Heitið plokkfiskur vísar til þess að búið er að plokka beinin úr fisknum, en plokka er einmitt tökuorð úr dönsku.

Tilvísun:
  1. ^ Einfalt matreiðsluvasakver - Bækur.is. (Sótt 29.8.2024). Sjá grein 70, bls. 67-68.

Heimildir og mynd :

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.9.2024

Spyrjandi

Ásta Lára Magnúsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu?“ Vísindavefurinn, 12. september 2024, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86968.

JGÞ. (2024, 12. september). Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86968

JGÞ. „Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2024. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86968>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er plokkfiskur séríslenskur réttur og hvað er þetta plokk í heitinu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég er með spurningu um hvort að plokkfiskur sé séríslenskur eða hvort við urðum fyrir áhrifum frá öðrum þjóðum?

Stutta svarið við spurningunni er að plokkfiskur berst væntanlega til okkar frá Danmörku, enda er orðið sjálft tökuorð úr dönsku. Þar er heitið plukfisk notað um sambærilegan rétt sem búinn er til úr afgöngum af soðnum fiski. Heimildir um þann rétt finnast að minnsta kosti frá lokum 18. aldar. Í dönsku matreiðslubókinni Undervisning af unge Fruentimmer, sem kom út 1795 og var þýdd úr þýsku, er uppskrift af plokkfiski. Þar nefnist rétturinn plukkefisk.

Eina elstu heimild um íslenskan plokkfisk er að finna í matreiðslubók Mörtu Maríu Stephensen, Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver fyrir heldri manna Húss-freyjur, sem kom út í Leirárgörðum árið 1800. Þar er uppskrift af plokkfiski[1] sem eldaður er á þann hátt að beinin eru týnd eða plokkuð úr soðnum fiski. Fiskurinn er síðan stappaður í potti og soðinn saman við rjóma, hveiti og smjör. Sem viðbót er lagt til að bæta nokkrum velþvegnum rúsínum í réttinn og einnig að sjóða saman við fiskstöppuna smátt skornar gulrætur.

Heitið plokkfiskur vísar til þess að búið er að plokka beinin úr fisknum, en plokka er einmitt tökuorð úr dönsku.

Tilvísun:
  1. ^ Einfalt matreiðsluvasakver - Bækur.is. (Sótt 29.8.2024). Sjá grein 70, bls. 67-68.

Heimildir og mynd :...