Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1215 svör fundust
Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...
Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?
Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...
Hvað er þjóðkirkja?
Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...
Er þjóðkirkjuskipanin í andstöðu við lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er enn þjóðkirkja á Íslandi, (að því er virðist) í andstöðu við bæði lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi? (Svar við fyrri hluta spurningarinnar er að finna hér.) Kveðið er á um trúfrelsi í 63. og 64. gr. í Stjórnarskrá lýðveldisins og eru þær að me...
Hvaða örverur eru í bjór?
Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...
Hvað getið þið sagt mér um mólendi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er mólendi? Hvaða dýr lifa í mólendi? Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi? Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og flétt...
Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...
Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...
Getið þið sagt mér allt um pöndur?
Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...
Er hægt að setja sjálfstýringu í bíla?
Nú þegar er í bílum ýmiss konar sjálfvirkur búnaður sem kenna má við sjálfstýringu. Engu að síður væri tæknilega og fræðilega mögulegt að setja miklu meiri sjálfstýringar- og sjálfvirknibúnað í bíla en nú tíðkast. Jafnframt má greina skýra þróun bíla á markaði í þessa átt á undanförnum tveimur áratugum eða svo. ...
Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?
Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...
Hvað getið þið sagt mér um efnafræðinginn John Dalton og atómkenningu hans?
John Dalton (1766-1844) var enskur efnafræðingur, veðurfræðingur og eðlisfræðingur. Hann var brautryðjandi í þróun atómfræðinnar og atómhugtaksins og rannsakaði einnig litblindu. John Dalton (1766-1844). Dalton fæddist 6. september árið 1766 í Eaglesfield á Englandi. Hann ólst upp, ásamt tveimur eldri systki...