Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1740 svör fundust
Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...
Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?
Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...
Er bókin The Clay Marble byggð á sönnum staðreyndum?
Bókin The Clay Marble er skrifuð af taílenska rithöfundinum Minfong Ho. Bókin segir sögu tveggja stúlkna, Döru og Jantu, og gerist í Kambódíustríðinu sem geisaði 1979-1989. The Clay Marble nálgast því skilgreiningu sögulegrar skáldsögu, þar sem hún segir frá afdrifum persóna sinna í sögulegu umhverfi, raunverulegu...
Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?
Hér mætti spyrja á móti: "Er einhver munur á því að sjá svart og að sjá ekkert?" Sjónskynjun fer þannig fram að frumur í augum okkar nema ljóseindir og senda svo boð til heilans. Ef engar ljóseindir eru numdar fer ferlið ekki af stað. Í því tilliti skiptir varla máli hvort ástæðan er sú að ljóseindirnar vanti, ...
Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða umhverfisskilyrði og aðlaganir þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám? Hvar og hvenær er það talið hafa gerst?Eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni var landnám hryggdýra. Þetta merka skref tók hópur holdugga (Sarcopterygii) á seinni hluta fornlífsalda...
Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?
Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986). Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn...
Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?
Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...
Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?
Sögulegar ástæður Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá ha...
Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er Tíbet land? Sjálfstjórnarhéruðin (eða fylkin) í Kína eru alls fimm:Guangxi ZhuangzuInnri-Mongólía (Nei Monggol)Ningxia HuizuTíbet (Xizang)Xinjiang Uygur Kína skiptist í 33 stjórnunareiningar, sjálfstjórnarhéruðin fimm, 22 sýslur (sheng), fjórar borgarsýslur auk tveggja borga ...
Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?
Í lögum um dómstóla, númer 15/1998, er fjallað um forseta Hæstaréttar. Þar segir meðal annars: Forseti fer með yfirstjórn Hæstaréttar. Með þeim takmörkunum, sem leiðir af öðrum ákvæðum laga, stýrir forseti meðal annars þeirri starfsemi Hæstaréttar sem er ekki hluti af meðferð máls fyrir dómi, skiptir verkum milli ...
Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?
Geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Challenger var þá í um 14 km hæð yfir jörðu og á næstum tvöföldum hljóðhraða, eða 2040 km hraða á klukkustund. Um borð í ferjunni voru sjö geimfarar; fimm karlar og tvær konur, þeirra á meðal Christa McAuliffe ...
Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?
Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...
Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?
Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. ...
Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?
Það er ekki eitt og sama landið sem er bæði stærst og fjölmennast í Norður-Evrópu. Á Wikipediu er sjálfstæð ríki Norður-Evrópu sögð vera 10 og þar stuðst við svæðaskipting frá Sameinuðu þjóðunum. Þau eru Norðurlöndin fimm: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð; Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettlan...
Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?
Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja. Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun. Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er tal...