Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3477 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvaða aldurshópur lendir helst í bílslysum?

Umferðarstofa, og áður Umferðarráð, hefur um langt skeið séð um skráningu umferðarslysa hér á landi í þeim tilgangi að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæðurnar eru. Upplýsingarnar úr skráningunni er síðan hægt að nota forvarna og breyta og bæta vega- og gatnakerfi þar sem s...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru innantómar hitaeiningar?

Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega. Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?

Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Ég hef verið svolítið í sjósundi í Nauthólsvíkinni. Hvaða náttúrufyrirbrigði eru hringar í sandinum í fjöruborði lónsins, nánast eins og eftir einhvern orm eða snigil? Hringirnir sem sjást í leirkenndum fjörum víða hér við land eru úrgangur eftir stórvaxinn burstaorm (Polych...

category-iconHagfræði

Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?

Of stór til að falla er hugtak sem er oft notað í bankaheiminum til að lýsa bönkum sem talið er að miklar líkur séu á að hið opinbera muni koma til bjargar ef þeir lenda í vandræðum. Skýringin er að fall þeirra myndi valda svo mikilli röskun á efnahagslífinu og ýmiss konar tjóni að nær óhugsandi sé að það verði lá...

category-iconHagfræði

Af hverju fá konur lægri laun en karlar?

Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið "akkúrat" íslenskt? Ef ekki, hvaðan kemur það þá?

Orðið akkúrat ‘nákvæmur, áreiðanlegur, stundvís’ er tökuorð úr dönsku akkurat og vel þekkt í málinu að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld. Danska orðið er myndað af latneskum lýsingarhætti þátíðar sagnarinnar accūrāre ‘sýna einhverjum umhyggju’, það er. accūrātus, en latneska orðið cūr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconStærðfræði

Hvað eru arabískar tölur og hvernig urðu þær til?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvað getið þið sagt mér um arabískar tölur, það er hver er saga þeirra á heimaslóðum? Hvernig urðu þær til upphaflega? Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hin...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Flestir hallast nú að því að risaeðlurnar hafi dáið út í hræðilegum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna (K/T-mörkin, fyrir 65 milljón árum), og þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Sambærilegt aldauðaskeið, en þó enn þá altækara, varð á mörkum perm og trías fyri...

category-iconLæknisfræði

Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?

Í tóbaksreyk eru yfir fjögur þúsund mismundandi efnasambönd, bæði lofttegundir, vökvi og örsmáar fastar efnisagnir. Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni. Gera þarf greinamun á:efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnarefnum sem bætt er í tóbak við vinnsluefnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru venjulegar augnlinsur slæmar fyrir augun?

Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við svokallaðar mjúkar linsur (e. soft contact lenses) sem komu á heimsmarkaðinn um eða upp úr 1965 (Wichterle, Tékkóslóvakía) og eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. Mjúkar linsur eru kallaðar ýmsum nöfnum við markaðssetningu til dæmis „íþró...

category-iconVeðurfræði

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

category-iconNæringarfræði

Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?

Margir hafa miklar áhyggjur af líkamsþyngd sinni. Hjá þeim sem þjást af lystarstoli og lotugræðgi hafa þessar hugsanir farið út í öfgar og hreinlega orðið að sjúkdómi. Margir hafa þó fulla og réttmæta ástæðu til að huga að umframþyngd og öll höfum við gott af því að temja okkur heilbrigt mataræði og holla hreyfing...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...

Fleiri niðurstöður