Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?

Jón Már Halldórsson

Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:
Ég hef verið svolítið í sjósundi í Nauthólsvíkinni. Hvaða náttúrufyrirbrigði eru hringar í sandinum í fjöruborði lónsins, nánast eins og eftir einhvern orm eða snigil?

Hringirnir sem sjást í leirkenndum fjörum víða hér við land eru úrgangur eftir stórvaxinn burstaorm (Polychaeta) sem nefnist sandmaðkur (Arenicola marina). Stærstu sandmaðkar á Íslandi eru um 15-20 cm á lengd.

Sandmaðkur lifir í U-laga göngum ofan í sandinum.

Sandmaðkur lifir í J-laga röri sem er hluti af U-laga göngum sem hann grefur ofan í sandinn. Ormurinn sést sjaldan sjálfur þar sem hann dvelur mest allan tímann ofan í göngunum en ummerki um hann leyna sér ekki.

Sandmaðurinn er setæta og étur setið við framendann. Það myndast því gjarnan gjarnan dæld eða trekt í sandinn fyrir ofan framenda ormsins. Setið fer í gegnum meltingarveg maðksins þar sem ýmsar lífrænar agnir meltast úr því. Að meltingu lokinni lyftir ormurinn afturendanum upp undir yfirborð og skilar af sér því sem hann ekki nýtir og þá myndast þessir hraukar sem sjást í fjörunni.

Sandmaðkar sjást venjulega ekki en ummerkin um þá eru greinileg.

Sandmaðkar eru mikilvæg fæða margra fjörufugla svo sem tjalds. Fuglinn grípur þá í afturenda ormsins og slítur hann gjarnan af en maðknum verður ekkert sérstaklega meint af heldur myndar nýjan afturenda. Áður fyrr nýttu menn sandmaðk nokkuð til beitu.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.10.2015

Spyrjandi

Einar Þorleifsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?“ Vísindavefurinn, 19. október 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70323.

Jón Már Halldórsson. (2015, 19. október). Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70323

Jón Már Halldórsson. „Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70323>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:

Ég hef verið svolítið í sjósundi í Nauthólsvíkinni. Hvaða náttúrufyrirbrigði eru hringar í sandinum í fjöruborði lónsins, nánast eins og eftir einhvern orm eða snigil?

Hringirnir sem sjást í leirkenndum fjörum víða hér við land eru úrgangur eftir stórvaxinn burstaorm (Polychaeta) sem nefnist sandmaðkur (Arenicola marina). Stærstu sandmaðkar á Íslandi eru um 15-20 cm á lengd.

Sandmaðkur lifir í U-laga göngum ofan í sandinum.

Sandmaðkur lifir í J-laga röri sem er hluti af U-laga göngum sem hann grefur ofan í sandinn. Ormurinn sést sjaldan sjálfur þar sem hann dvelur mest allan tímann ofan í göngunum en ummerki um hann leyna sér ekki.

Sandmaðurinn er setæta og étur setið við framendann. Það myndast því gjarnan gjarnan dæld eða trekt í sandinn fyrir ofan framenda ormsins. Setið fer í gegnum meltingarveg maðksins þar sem ýmsar lífrænar agnir meltast úr því. Að meltingu lokinni lyftir ormurinn afturendanum upp undir yfirborð og skilar af sér því sem hann ekki nýtir og þá myndast þessir hraukar sem sjást í fjörunni.

Sandmaðkar sjást venjulega ekki en ummerkin um þá eru greinileg.

Sandmaðkar eru mikilvæg fæða margra fjörufugla svo sem tjalds. Fuglinn grípur þá í afturenda ormsins og slítur hann gjarnan af en maðknum verður ekkert sérstaklega meint af heldur myndar nýjan afturenda. Áður fyrr nýttu menn sandmaðk nokkuð til beitu.

Myndir:

...