Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3532 svör fundust
Af hverju fóru menn að halda HM í knattspyrnu og hvers vegna var fyrsta mótið haldið í Úrúgvæ?
Árið 1928 hafði verið ákveðið að Ólympíuleikarnir 1932 yrðu haldnir í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar sem fótbolti (e. soccer) var lítt vinsæll í Bandaríkjunum var ákveðið að hann yrði ekki með á leikunum. Þáverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (e. FIFA), Frakkinn Jules Rimet, tók þá að skipuleggja fyrst...
Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?
Í stjórnarskránni er á þremur stöðum kveðið á um þingrof og hvernig að því skuli standa. Í tveimur tilfellum er skylt að rjúfa þing, annars vegar skv. 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar skv. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar. Í fyrra tilfellinu kemur fram að ef ¾ hluti þingmanna samþykki að fram...
Hvað deyja margir Íslendingar árlega?
Árið 2008 dóu 1.987 Íslendingar en undanfarin tíu ára hafa um 1.900 Íslendingar dáið á ári hverju. Árið 2008 fæddust hér á landi 4.835 einstaklingar svo það ár fjölgaði Íslendingum um 2.848. Fjölgun af þessu tagi sem tengist ekki fólksflutningum er kölluð náttúruleg fjölgun. Árið 2008 fæddust 2.470 drengir og 2...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Hvaðan er lakkrís upprunninn?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann? Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn s...
Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?
Á 9. öld þegar Ísland byggðist voru mjög fáir rúnasteinar reistir í Skandinavíu. Þegar yngra rúnaletrið var tekið í notkun um 800 virðist einnig siðurinn að reisa steina hafa að mestu horfið um sinn. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar: Röksteinnin á Austur-Gautlandi og Sparlösasteinnin á Vestur-Gautlandi reistir...
Er hægt að matreiða og borða kaktus?
Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er. Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst. Til eru...
Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við?
Stutta svarið er að loftkæling verkar eiginlega alveg eins og kæliskápur og eðlisfræðin á bak við er hin sama (sjá svar við spurningunni Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?). Lítum samt aðeins betur á þetta og skoðum eftirfarandi mynd, sem á að lýsa kjarna máls. 1) Þéttingarpípur,...
Hvað eru skessusæti?
Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu. ...
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...
Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?
Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...
Eru allir máfar friðaðir?
Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994. Það sama á við um villt landspendýr. Lögin gilda ekki aðeins um villt dýr og fugla sem lifa að jafnaði hér, heldur einnig um þau sem koma hingað reglulega eða gætu borist hingað. Flækingsfuglar sem hingað rata eru...
Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?
Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...
Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn? Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur ...
Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...