Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru allir máfar friðaðir?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994. Það sama á við um villt landspendýr. Lögin gilda ekki aðeins um villt dýr og fugla sem lifa að jafnaði hér, heldur einnig um þau sem koma hingað reglulega eða gætu borist hingað. Flækingsfuglar sem hingað rata eru þess vegna friðaðir.

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir. Um nokkrar tegundir fugla gildir hins vegar að hægt að aflétta friðun ef tillaga um slíkt berst frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Lögin tiltaka þó ýmsar leiðir til að aflétta friðun á ýmsum tegundum, þar meðtöldum nokkrum tegundum fugla. Forsenda þess að friðun sé aflétt er að tillaga um slíkt berist frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Þegar friðun er aflétt er það gert með reglugerð. Í 17. gr. laganna segir þetta um hvaða tegundir afléttingin á við og hvenær ársins:
  1. Allt árið: svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn.
  2. Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs, heiðagæs.
  3. Frá 1. september til 31. mars: fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita, skúmur, kjói. Ætíð er heimilt að skjóta kjóa nærri æðarvarpi.
  4. Frá 1. september til 10. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.
  5. Frá 15. október til 22. desember: rjúpa.

Eins og hægt er að lesa um í fróðlegu svari eftir Jón Má Halldórsson við spurningunni Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur? verpa sjö tegundir máfa að staðaldri hér á landi:
  • hvítmáfur (Larus hyperboreus)
  • svartbakur (Larus marinus)
  • silfurmáfur (Larus argentatus)
  • sílamáfur (Larus fuscus)
  • stormmáfur (Larus canus)
  • hettumáfur (Chroicocephalus ridibundus)
  • rita (Rissa tridactyla)

Aflétting friðunar er möguleg á öllum þessum tegundum, að stormmáfinum (Larus canus) undanskildum, en hann er einmitt nýjasti meðlimur í varpfánu máfa á Íslandi.

Vert er að hafa í huga að aflétting á friðun máfategunda er þó aðeins heimil ef hennar er getið í reglugerð eftir að ráðherra hefur fengið tillögur frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Hægt er kynna sér efni reglugerðanna hér.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.2.2021

Spyrjandi

Rósa Júlíusdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru allir máfar friðaðir?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81199.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 17. febrúar). Eru allir máfar friðaðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81199

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru allir máfar friðaðir?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81199>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru allir máfar friðaðir?
Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994. Það sama á við um villt landspendýr. Lögin gilda ekki aðeins um villt dýr og fugla sem lifa að jafnaði hér, heldur einnig um þau sem koma hingað reglulega eða gætu borist hingað. Flækingsfuglar sem hingað rata eru þess vegna friðaðir.

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir. Um nokkrar tegundir fugla gildir hins vegar að hægt að aflétta friðun ef tillaga um slíkt berst frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Lögin tiltaka þó ýmsar leiðir til að aflétta friðun á ýmsum tegundum, þar meðtöldum nokkrum tegundum fugla. Forsenda þess að friðun sé aflétt er að tillaga um slíkt berist frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Þegar friðun er aflétt er það gert með reglugerð. Í 17. gr. laganna segir þetta um hvaða tegundir afléttingin á við og hvenær ársins:
  1. Allt árið: svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn.
  2. Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs, heiðagæs.
  3. Frá 1. september til 31. mars: fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita, skúmur, kjói. Ætíð er heimilt að skjóta kjóa nærri æðarvarpi.
  4. Frá 1. september til 10. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.
  5. Frá 15. október til 22. desember: rjúpa.

Eins og hægt er að lesa um í fróðlegu svari eftir Jón Má Halldórsson við spurningunni Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur? verpa sjö tegundir máfa að staðaldri hér á landi:
  • hvítmáfur (Larus hyperboreus)
  • svartbakur (Larus marinus)
  • silfurmáfur (Larus argentatus)
  • sílamáfur (Larus fuscus)
  • stormmáfur (Larus canus)
  • hettumáfur (Chroicocephalus ridibundus)
  • rita (Rissa tridactyla)

Aflétting friðunar er möguleg á öllum þessum tegundum, að stormmáfinum (Larus canus) undanskildum, en hann er einmitt nýjasti meðlimur í varpfánu máfa á Íslandi.

Vert er að hafa í huga að aflétting á friðun máfategunda er þó aðeins heimil ef hennar er getið í reglugerð eftir að ráðherra hefur fengið tillögur frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Hægt er kynna sér efni reglugerðanna hér.

Heimildir:

Mynd:...