Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?

Magnús Tumi Guðmundsson

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:

Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn?

Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu er sett í samhengi við til dæmis fjöll, þá er talan 14-16 milljónir m3 ekki sérlega mikil.

Línurit sem sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023. Y-ás línuritsins sýnir rúmmálið.

Einfalt er að setja stærðina í samhengi við fjallið Keili á Reykjanesskaga. Keilir er nánast hringlaga og rís 200 m yfir umhverfið. Þvermál Keilis er um 800-900 m og radíus fjallsins um það bil 420 m. Hægt er að finna rúmmál fullkominnar keilu með eftirfarandi formúlu:

$$V = \frac{1}{3} \pi r^2 h$$

Það er ⅓ margfaldað með tölunni (π), sinnum radíus í öðru veldi, margfaldað með hæð keilunnar. Þá sést að rúmmál Keilis er um 40 milljón m3 og því er kvikan sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu aðeins um ⅓ hluti af fjallinu Keili, sem er þó mjög lítið fjall. Úlfarsfell í landi Reykjavíkur og Mosfellsbæjar er til að mynda um það bil 20 sinnum rúmmálsmeira fjall en Keilir.

Rúmmál kvikunnar sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu þann 21.5.2023 er aðeins um ⅓ af rúmmáli Keilis sem er þó mjög lítið fjall.

Einnig má setja rúmmál kvikunnar í samhengi við stærð Öskjuhlíðarinnar. Hún er um það bil hringlaga, um 1 km í þvermál og 50 m há. Ef Öskjuhlíðin væri keila væri rúmmál hennar um 13 milljón m3 en þar sem toppur hennar er heldur flatari en á við um keilur er rúmmál Öskjuhlíðarinnar um 20 milljón m3.

Í stuttu máli er kvikan sem safnast hefur saman undir Svartsengissvæðinu því aðeins minni að rúmmáli en Öskjuhlíðin.

Myndir:

Höfundur

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.5.2024

Síðast uppfært

13.10.2024

Spyrjandi

Ágúst

Tilvísun

Magnús Tumi Guðmundsson. „Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2024, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86674.

Magnús Tumi Guðmundsson. (2024, 24. maí). Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86674

Magnús Tumi Guðmundsson. „Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2024. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86674>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:

Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn?

Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu er sett í samhengi við til dæmis fjöll, þá er talan 14-16 milljónir m3 ekki sérlega mikil.

Línurit sem sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023. Y-ás línuritsins sýnir rúmmálið.

Einfalt er að setja stærðina í samhengi við fjallið Keili á Reykjanesskaga. Keilir er nánast hringlaga og rís 200 m yfir umhverfið. Þvermál Keilis er um 800-900 m og radíus fjallsins um það bil 420 m. Hægt er að finna rúmmál fullkominnar keilu með eftirfarandi formúlu:

$$V = \frac{1}{3} \pi r^2 h$$

Það er ⅓ margfaldað með tölunni (π), sinnum radíus í öðru veldi, margfaldað með hæð keilunnar. Þá sést að rúmmál Keilis er um 40 milljón m3 og því er kvikan sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu aðeins um ⅓ hluti af fjallinu Keili, sem er þó mjög lítið fjall. Úlfarsfell í landi Reykjavíkur og Mosfellsbæjar er til að mynda um það bil 20 sinnum rúmmálsmeira fjall en Keilir.

Rúmmál kvikunnar sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu þann 21.5.2023 er aðeins um ⅓ af rúmmáli Keilis sem er þó mjög lítið fjall.

Einnig má setja rúmmál kvikunnar í samhengi við stærð Öskjuhlíðarinnar. Hún er um það bil hringlaga, um 1 km í þvermál og 50 m há. Ef Öskjuhlíðin væri keila væri rúmmál hennar um 13 milljón m3 en þar sem toppur hennar er heldur flatari en á við um keilur er rúmmál Öskjuhlíðarinnar um 20 milljón m3.

Í stuttu máli er kvikan sem safnast hefur saman undir Svartsengissvæðinu því aðeins minni að rúmmáli en Öskjuhlíðin.

Myndir:

...