Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn?Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu er sett í samhengi við til dæmis fjöll, þá er talan 14-16 milljónir m3 ekki sérlega mikil.

Línurit sem sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023. Y-ás línuritsins sýnir rúmmálið.

Rúmmál kvikunnar sem hefur safnast saman undir Svartsengissvæðinu þann 21.5.2023 er aðeins um ⅓ af rúmmáli Keilis sem er þó mjög lítið fjall.
- Kvikusöfnun undir Svartsengi áfram stöðug | Fréttir | Veðurstofa Íslands. (Sótt 23.05.2024).
- Keilir (fjall) - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 05.07.2015).