Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6048 svör fundust
Hverjar eru stærstu jarðir á Íslandi – nú á tímum eða fyrr á öldinni ef nýlegar upplýsingar eru ekki til?
Þessari spurningu er flókið og illmögulegt að svara af margvíslegum ástæðum. Í fyrsta lagi liggja ekki fyrir heildstæðar upplýsingar um afmörkun jarða til þess að byggja slíkan útreikning á. Í öðru lagi hefur skilgreining og notkun hugtaksins jörð þróast svo mikið á síðastliðinni öld að það er varla hæft til saman...
Hvað er sjaría eða sjaríalög?
Sjaría er lagakerfi íslam. Þetta viðamikla kerfi er samansett úr Kóraninum, helgibók múslima og Súnna, ritsafni sem inniheldur fordæmi og túlkun Múhameðs, helsta spámanns íslam sem uppi var á 7. öld. Til viðbótar eru svo túlkunanir og útleggingar síðari tíma manna sem hefur verið safnað saman í fjóra víðamikla lag...
Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?
Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarste...
Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...
Hvernig virka orgel?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...
Hvað var Pelópsskagastríðið?
Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...
Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...
Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?
Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...
Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151?
Í töflunni sem fylgir svarinu er sýnd efnagreining af Ögmundarhrauni, sem talið er hafa runnið í Krýsuvíkureldum árið 1151. Efnagreiningar sem þessar eru ævinlega gefnar upp sem þunga- eða massahlutföll milli oxíða frumefnanna. Í raun réttri eru efnin í berginu ekki á formi oxíða, nema í fáum tilvikum, en hins veg...
Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?
Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...
Getur hvönn valdið uppblæstri?
Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...
Hvaða djúpsjávardýr er stærst?
Stærsta dýrið í undirdjúpunum er talið vera risasmokkfiskurinn (Architeuthis dux). Margar þjóðsögur hafa spunnist um þetta dýr og stærð þess en vitað er að einstaklingar þessarar tegundar hafa náð gríðalegri stærð. Stærsti risasmokkfiskurinn sem mældur hefur verið er dýr sem rak á land nærri Timble Tickle í Ban...
Hvers vegna er jörðin með möndulhalla?
Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina. Allt er þetta rakið til myndunar sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára, þegar reikistjörnurnar og sólin voru að þé...
Hver var Axlar-Björn?
Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssögunnar, kenndur við bæinn Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Um hann skráði séra Sveinn Níelsson langa frásögn "eptir gömlum manni og greindum, innlendum", og er hún uppistaðan í þætti sem Jón Árnason tók saman um Axlar-Björn í Íslenskum þjóðsögum. Djöfullegt e...
Hver er munurinn á dúr og moll?
Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfr...