c - cís/des - d - dís/es - e - f - fís/ges - g - gís/as - a - aís/bé - h – c.Meginmunur á dúr- og moll-tóntegundum felst í þríundinni. Í dúr er hún stór en í moll lítil. Í báðum tóntegundum er heiltónsbil á milli fyrsta og annars tóns, c-d. Í dúr er einnig heiltónsbil á milli annars og þriðja tóns, d-e, og þríundin, c-e, er þess vegna stór. En í moll er hálftónsbil þarna á milli,d-es, og þríundin því lítil, c-es. Tónninn -es er í raun lækkað -e, en í moll-tónstiga eru tveir lækkaðir tónar til viðbótar, sjötti og sjöundi tónn tónstigans. Að auki skiptist moll einnig í hljómhæfan og laghæfan moll. Þeir byrja eins en sjöttu og sjöundu tónar þeirra eru mismunandi. Hljómhæfur moll fer upp og niður á sama hátt:
c - d - es - f - g - as - h - c / c - h - as -g -f -es - d - c.Sjöundi tónn tónstigans er hér hækkaður. Laghæfur fer hins vegar upp á þennan hátt: c - d - es - f - g - a - h - c. Sjötti og sjöundi tónn er hækkaður. En niður á sama hátt og hefðbundinn moll, með lækkaðan sjötta og sjöunda tón (eða öllu heldur annan og þriðja tón þar sem stiginn er á leiðinni niður): c - bé - as - g - f - es - d - c.
Hér er hægt að hlusta á tónstigana